Vaka hf. lýst gjaldþrota

Vaka var stofnuð árið 1949 af Dönunum Hans Frost og …
Vaka var stofnuð árið 1949 af Dönunum Hans Frost og Niels Jörgensen. Núverandi eigendur keyptu félagið árið 2004. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vaka hf. björgunarfélag, sem hefur með höndum margvíslega bifreiðaþjónustu og endurvinnslu bifreiða m.a. og er til húsa að Héðinsgötu 1-3 í Reykjavík, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta.

Í innköllun er skorað á alla þá sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra búsins, Unni Lilju Hermannsdóttur lögmanni.

Skiptafundur verður fimmtudaginn 13. febrúar 2025 kl. 13.

Athygli vekur að Vaka hefur haldið áfram óbreyttri starfsemi þrátt fyrir gjaldþrotaúrskurðinn.

„Það er mat mitt sem skiptastjóra að það sé til hagsbóta fyrir þrotabúið og kröfuhafa þess. Við höfum unnið að því frá gjaldþrotinu að tryggja áframhaldandi rekstur og þjónustu fyrir viðskiptavini félagsins,“ segir Unnur Lilja í samtali við Morgunblaðið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK