Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?

Una Jónsdóttir forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans.
Una Jónsdóttir forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Ljósmynd/Aðsend

Una Jóns­dótt­ir for­stöðumaður Grein­ing­ar­deild­ar Lands­bank­ans skrif­ar:

Seðlabank­inn hóf vaxta­lækk­un­ar­ferlið í októ­ber með 25 punkta lækk­un og fylgdi því eft­ir með 50 punkta lækk­un í nóv­em­ber. Þetta gerði bank­inn rétt fyr­ir mestu neyslutíð árs­ins, með öll­um sín­um til­boðsdög­um og jólainn­kaup­um.

Það er því eðli­legt að spyrja hvaða áhrif lækk­an­irn­ar hafa á neyslugleði lands­manna. Heim­il­in eiga nefni­lega tölu­vert af sparnaði sem safn­ast hef­ur upp síðustu ár og miðað við það hafa mörg heim­ili svig­rúm til að auka neysl­una. Um er að ræða veru­leg­ar fjár­hæðir. Nú í des­em­ber áttu heim­il­in alls um 1.000 millj­arða króna inni á velt­u­r­eikn­ing­um og óbundn­um inn­láns­reikn­ing­um.

Hvat­inn til sparnaðar eykst þegar vext­ir hækka, eins og sést m.a. á því að frá því að Seðlabank­inn byrjaði að hækka vexti um mitt ár 2021 hef­ur sparnaður sem er geymd­ur á svona reikn­ing­um auk­ist um 200 millj­arða króna. Þegar vext­ir lækka minnk­ar hvat­inn til sparnaðar og það verður því for­vitni­legt að fylgj­ast með áhrif­um vaxta­lækk­ana. Mun fólk halda áfram að spara eða auka neyslu sína?

Sparnaður sem safnaðist upp í heims­far­aldr­in­um kynti und­ir verðbólgu­skot­inu

Þegar heims­far­ald­ur­inn reið yfir juk­ust inn­lán, m.a. vegna sam­komutak­mark­ana sem gerðu það að verk­um að færri tæki­færi voru til neyslu. Eft­ir far­ald­ur­inn jókst neysla tölu­vert, enda gat fólk gengið á sparnaðinn sem safn­ast hafði upp, með til­heyr­andi þrýst­ingi á verðbólgu. Einka­neysla jókst um tæp 7% árið 2021 og rúm­lega 8% árið 2022. Verðbólga fór úr því að vera að jafnaði 4,4% árið 2021 upp í 8,3% árið 2022.

Háir vext­ir hafa ýtt und­ir sparnað að nýju, en hvað ger­ist svo?

Allt árið 2023 og það sem af er 2024 hafa inn­lán auk­ist veru­lega. Á sama tíma hægðist mjög á vexti einka­neyslu sem jókst ein­ung­is um 0,5% í fyrra. Við í Grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans spá­um því að vöxt­ur­inn verði svipaður í ár. Minni vöxt­ur einka­neyslu helst í hend­ur við hjöðnun verðbólg­unn­ar sem við spá­um að verði 5,8% að jafnaði í ár og hafi þá hjaðnað úr 8,7% í fyrra. Or­sök­ina fyr­ir þess­ari miklu hjöðnun verðbólgu og upp­söfn­un inn­lána er að finna í háum stýri­vöxt­um, en vext­ir hækkuðu veru­lega á ár­un­um 2021-2023. Frá maí 2023 og fram í ág­úst 2024 héld­ust vext­ir óbreytt­ir í 9,25%.

Raun­vaxta­stigið enn hátt

Nú vakna spurn­ing­ar um hvað verði um þessi inn­lán þegar vext­ir lækka. Gera má ráð fyr­ir að einka­neysla auk­ist aft­ur að ein­hverju leyti með til­heyr­andi þrýst­ingi á verðlag, þróun sem pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans mun fylgj­ast grannt með. Auk­ist einka­neysla of hratt gæti það hægt á vaxta­lækk­un­ar­ferl­inu. Það þarf samt að hafa í huga að þó að nafn­vext­ir lækki nú er raun­vaxta­stigið engu að síður nokkuð hátt og gæti hækkað enn frek­ar næstu mánuði. Aðhaldið er því áfram tals­vert og á meðan enn er nokk­ur hvati til sparnaðar ætti ekki að vera ástæða til þess að hafa mikl­ar áhyggj­ur af þrýst­ingi á neyslu.

Tíma­bært skref

Enn er alls óvíst hversu mik­il áhrif þær vaxta­lækk­an­ir sem farið hef­ur verið í munu hafa. Þróun hagtalna frá fyrstu vaxta­lækk­un bend­ir þó til þess að þetta hafi verið tíma­bært skref. Verðbólga hef­ur áfram hjaðnað og gögn yfir korta­veltu benda ekki til veru­legr­ar neyslu­aukn­ing­ar. Á þess­ari stundu er afar erfitt að segja til um hversu hratt vext­ir verði lækkaðir og ræðst sú ákvörðun m.a. af þeim hag­töl­um sem munu ber­ast fyr­ir næstu vaxta­ákvörðun, m.a. um korta­veltu og sparnað.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK