Rafeyrir SBE vekur spurningar

Stefnubreyting Þessi stytta mætir gestum í höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu í …
Stefnubreyting Þessi stytta mætir gestum í höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Þar er nú unnið að útgáfu seðlabankarafeyris sem gæti haft óæskilegar afleiðingar í för með sér ef umgjörðin er ekki í lagi. AFP/Kirill Kudryavtsev

Að sögn Jóns Helga Eg­ils­son­ar er brýnt að skoða póli­tísk viðhorf um hlut­verk rík­is og einkaaðila þegar rætt er um hug­mynd­ir Seðlabanka Evr­ópu (SBE) um að gefa út svo­kallaðan seðlabankara­f­eyri (e. central bank digital cur­rency). Bend­ir hann á að emb­ætt­is­menn evr­ópska seðlabank­ans séu að þróa eig­in sta­f­rænu mynt og eig­in greiðslumiðlun á meðan full­trúa­deild Band­ríkjaþings samþykkti ný­lega lög sem banna banda­ríska seðlabank­an­um að gera slíkt hið sama. „Evr­ópa og Kína eru á allt ann­arri leið en Banda­rík­in í þessu máli,“ seg­ir Jón Helgi og bæt­ir við að deila megi um hvort seðlabankara­f­eyri fylgi fleiri kost­ir en gall­ar. „Ef um­gjörðin er ekki rétt þá dreg­ur seðlabankara­f­eyr­ir úr eðli­legri sam­keppni og haml­ar ný­sköp­un í tækni og viðskipt­um á þess­um markaði.“

Jón Helgi er með doktors­gráðu í hag­fræði og einnig meðstofn­andi og stjórn­ar­formaður ís­lenska fjár­tækni­fé­lags­ins Moneri­um. Hann birti ný­lega áhuga­verða grein hjá For­bes þar sem seðlabankaraf­mynt­ir voru skoðaðar frá ýms­um hliðum:

„Seðlabankaraf­mynt­ir eru í ein­földu máli þjóðar­gjald­miðlar á ra­f­rænu formi þar sem mótaðil­inn er seðlabanki viðkom­andi þjóðar, en ekki einka­banki eða leyf­is­skyld greiðslumiðlun­ar­fyr­ir­tæki. Í dag hef­ur al­menn­ing­ur ein­ung­is aðgang að seðlabanka­mynt í formi klinks og seðla á meðan einkaaðilar kepp­ast um að þjón­usta al­menn­ing með raf­eyri á grunni leyfa frá eft­ir­litsaðilum eins og seðlabönk­un­um. Seðlabanki Evr­ópu tel­ur að hann þurfi nú einnig að bjóða al­menn­ingi raf­eyri og vís­ar til þess að ra­f­ræn greiðslumiðlun fyr­ir álf­una sé að stór­um hluta í hönd­um er­lendra fyr­ir­tækja og nú sé það ör­yggis­atriði að fólk og fyr­ir­tæki þurfi ekki að vera háð þess­um fyr­ir­tækj­um,“ út­skýr­ir Jón Helgi.

Mik­il ruðnings­áhrif

En væri það ekki hið besta mál að seðlabank­ar byðu þjóðar­gjald­miðla beint til al­menn­ings á ra­f­rænu formi og myndu þannig mögu­lega leyfa fólki að losna við alls kyns milliliði sem í dag draga til sín pró­sentu hér og pró­sentu þar? Jón Helgi svar­ar því til að það snú­ist um póli­tískt viðhorf hvort treysta skuli sam­keppni til að auka skil­virkni, leiða ný­sköp­un í tækni- og viðskipt­um og bjóða hag­kvæm­ustu lausn­ina eða hvort hið op­in­bera skuli leiða þessa þróun og um leið ryðja út einkaaðilum á markaði. „Þar fyr­ir utan er ekki hægt að segja að fólk og fyr­ir­tæki eigi erfitt með að fram­kvæma ra­f­ræn­ar greiðslur í dag og væru seðlabankaraf­mynt­ir því ekki að leysa neinn sér­stak­an vanda hvað það snert­ir,“ seg­ir hann. „En þetta yrði aft­ur á móti frá­hvarf frá þeirri rót­grónu stefnu að seðlabank­ar láti hinum frjálsa markaði eft­ir að þróa og bjóða upp á þær lausn­ir sem snúa að al­menn­ingi og at­vinnu­líf­inu. Frek­ar en að skipta um stefnu og láta seðlabank­ana gegna miðlægu hlut­verki fyr­ir alls kon­ar ra­f­ræna greiðslumiðlun höf­um við hingað til farið þá leið að virkja hinn frjálsa markað til að ýta tækniþró­un­inni áfram og knýja fram lægri kostnað og halda seðlabönk­un­um al­farið frá smá­sölu­markaðinum.“

Í ljósi þess hve mik­il­væg­ar ra­f­ræn­ar greiðslur eru fyr­ir nú­tíma­hag­kerfi seg­ir Jón Helgi það skilj­an­legt að Seðlabanki Evr­ópu íhugi að koma sér upp eig­in raf­eyri og greiðslumiðlun, en á næsta ári gæti SBE kynnt til sög­unn­ar seðlabanka-raf-evru sem al­menn­ing­ur í álf­unni hefði bein­an aðgang að. „Evr­ópa stend­ur frammi fyr­ir breyttri heims­mynd og hafa dæm­in m.a. sýnt að ra­f­ræn greiðslumiðlun­ar­kerfi geta verið notuð sem vopn í átök­um á milli þjóða. Þannig hafa Banda­rík­in t.d. nýtt sér stöðu dals­ins til að setja höml­ur á hverj­ir megi nota gjald­miðil­inn í viðskipt­um sín á mili s.s. með því að loka á aðgang rúss­neska hag­kerf­is­ins að SWIFT-greiðslu­kerf­inu. Varð það til þess að BRICS-rík­in setja nú auk­inn kraft í að þróa eig­in greiðslumiðlun þvert á landa­mæri.“

Völd sem hægt er að mis­nota

Jón Helgi bend­ir á að seðlabankaraf­mynt­um fylgi hætt­ur sem ekki megi líta fram hjá. „Með þeim er verið að færa aukið vald í hend­ur emb­ætt­is­manna og dæm­in úr kín­verska banka- og fjár­tækni­geir­an­um sýna að þetta vald er hægt að mis­nota, s.s. til að þrengja að þeim sem ekki eru stjórn­völd­um þókn­an­leg­ir og skerða getu þeirra til að greiða ra­f­rænt fyr­ir vör­ur og þjón­ustu. Í Banda­ríkj­un­um hef­ur ein­mitt verið far­in sú leið að setja það í lög að seðlabank­inn megi ekki gefa út doll­ar­ara­f­eyri án þess að fá fyrst samþykkt þings­ins, m.a. vegna þess að á fjöl­breytt­um sam­keppn­ismarkaði fyr­ir ra­f­ræn­ar greiðslur er frelsi ein­stak­lings­ins bet­ur varið.“

Að mati Jóns Helga er það líka áhyggju­efni að á sama tíma og SBE legg­ur áherslu á út­gáfu ra­f­rænn­ar evru er verið að mis­muna fjár­tæknifyr­ir­tækj­um og bönk­um hvað varðar þjón­ustu seðlabank­anna og reynt að festa hefðbundna banka í sessi sem milliliði. „Það hristi upp í evr­ópska banka­geir­an­um þegar Meta til­kynnti um raf­mynta­verk­efnið Líb­ru árið 2019. Það verk­efni komst aldrei í loftið en þeim tókst að vekja seðlabank­ana sem óttuðust að missa völd sín.“

Með raf-evru er SBE einnig að bregðast við sam­keppni nýrra lausna sem byggj­ast á svipaðri tækni og Líb­ru-raf­mynt­in. „En með út­gáfu seðlabankara­f­eyr­is er SBE kom­inn í þá und­ar­legu stöðu að keppa við leyf­is­skyld fjár­tæknifyr­ir­tæki í ra­f­rænni greiðslumiðlun og á sama tíma vera með dag­skrár­valdið til að setja regl­ur um sam­keppn­isaðila sína. Það er þá SBE sem hef­ur eft­ir­lit með sam­keppn­isaðilum sín­um og bank­anna og fær að ráða því hverj­ir telj­ast hæf­ir til að starfa á þess­um markaði.“

Regl­urn­ar henta þeim sem fyr­ir eru

Nýj­ar regl­ur í Evr­ópu virðast raun­ar hampa evr­ópsk­um bönk­um sér­stak­lega. „Bank­arn­ir njóta aðstöðumun­ar að því leyti að þeir hafa bein­an aðgang að milli­færslu­kerf­um seðlabank­anna og geta geymt inni­stæður hjá þeim. Aðrir aðilar sem bjóða upp á fjár­málaþjón­ustu í sam­keppni við banka hafa ekki þenn­an sama aðgang og á þessu ári tóku meira að segja gildi nýj­ar regl­ur sem gera þá kröfu að leyf­is­skyld fjár­mála­fyr­ir­tæki, önn­ur en bank­ar, noti evr­ópsku viðskipta­bank­ana sem milliliði í greiðslumiðlun.“

Til viðbót­ar verður reglu­verk evr­ópska banka- og greiðslu­markaðar­ins æ flókn­ara og þyngra í vöf­um. Seg­ir Jón Helgi að með hverju ár­inu séu gerðar um­fangs­meiri kröf­ur af öllu mögu­legu tagi sem geri erfiðara fyr­ir nýja aðila að koma inn á markaðinn og keppa við banka. „Það felst sam­keppn­is­vörn í því fyr­ir stóra banka að viðhalda þessu dýra reglu­gerðarflækj­u­stigi. Fyr­ir stór­an banka, með heilu deild­irn­ar af fólki til að sinna eft­ir­liti og upp­færa kerf­in í takt við nýj­ustu regl­ur og til­skip­an­ir, er það minna mál fyr­ir stóru bank­ana en fyr­ir þá sem eru smærri og sjá tæki­færi í að keppa við þessa stóru banka. Niðurstaðan verður þá bara fákeppn­ismarkaður.“

Jón Helgi seg­ir að það eitt að SBE sé að und­ir­búa að koma inn á sam­keppn­ismarkað í greiðslumiðlun, og hafi þegar varið gríðarlegu fjár­magni í að þróa eig­in lausn, veki áleitn­ar spurn­ing­ar um vald­heim­ild­ir evr­ópskra emb­ætt­is­manna þegar kem­ur að póli­tík. „Emb­ætt­is­menn Seðlabanka Evr­ópu geta freistað þess að búa til sér­evr­ópska op­in­bera greiðslumiðlun­ar­lausn sem hrófl­ar sem minnst við evr­ópsk­um bönk­um og á einnig að verja þá að ein­hverju leyti gegn fjár­tæknifyr­ir­tækj­um sem vilja keppa við bank­ana. En alþjóðleg sam­keppn­in mun að lok­um dæma slíkt og sá nýi heim­ur sem er að teikn­ast upp verður ekki bund­inn við ein­stök landsvæði.“

Skyn­sam­legra væri, að mati Jóns Helga, að búa þannig um hnút­ana að seðlabank­arn­ir þjóni heild­sölu­hlut­verki sínu á banka- og greiðslumiðlun­ar­markaði eins og t.d. Sviss­lend­ing­ar hafa gert og Bret­ar eru lík­leg­ir til að leggja áherslu á. „Það má styrkja innviðina en það verður að tryggja heil­brigða sam­keppni við gömlu bank­ana í stað sér­evr­ópskra lausna, því þannig auk­um við fjöl­breyti­leika og fram­far­ir í greiðslumiðlun, al­menn­ingi í Evr­ópu til hags­bóta.“

Jón Helgi Egilsson
Jón Helgi Eg­ils­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK