Vöxtur ekki einkennt greinina á árinu

Ferðaþjónustan Ferðamannafjöldinn sem sækir Ísland heim hefur haldist svipaður milli …
Ferðaþjónustan Ferðamannafjöldinn sem sækir Ísland heim hefur haldist svipaður milli ára, en afkoma greinarinnar hefur verið að batna. Morgunblaðið/Karítas

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að árið í heild hafi gengið ágætlega í ferðaþjónustunni. Vöxtur hafi þó ekki einkennt greinina á árinu.

„Árið fór eins og við mátti búast. Við höfum verið að tapa samkeppnishæfni gagnvart áfangastöðum á borð við Noreg vegna stöðu efnahagslífsins bæði hér á landi og í Noregi,“ segir Jóhannes. Ferðamannafjöldinn sem sæki Ísland heim hafi haldist svipaður milli ára en á móti komi að afkoma greinarinnar hafi verið að batna og greinin skapað meiri tekjur fyrir þjóðarbúið.

„Afkoma greinarinnar hefur verið að batna í ár þó svo að staða fyrirtækjanna sé að sjálfsögðu misjöfn,“ segir Jóhannes.

Spurður hvernig vetrarferðamennskan hafi gengið segir Jóhannes að hún hafi gengið ágætlega og Ísland sé greinilega enn ofarlega í huga ferðamanna.

„Við sjáum að ferðatímabilið er að lengjast fram á haustið, sem er virkilega gott fyrir nýtingu innviðanna. Þeir ferðamenn sem hafa ferðast hvað mest hingað til lands yfir vetrartímann eru Bretar og Bandaríkjamenn. Þar á eftir koma Ítalir og Þjóðverjar,“ segir Jóhannes en bætir við að ferðamenn frá Asíu hafi verið mikilvægir gestir yfir vetrartímabilið.

„Við vonumst til að fleiri Kínverjar heimsæki Ísland nú í febrúar þegar kínverska nýárið gengur í garð,“ segir Jóhannes.

Greinin birtist í heild sinni í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK