Áhrifamikil samtök blaðamanna hafa skorað á bandaríska tæknirisann Apple að fjarlægja nýja kynslóð gervigreindar sem félagið kynnti til sögunnar um miðjan desember, eftir að hún birti villandi fyrirsögn um áberandi morðmál í Bandaríkjunum.
Að sögn BBC lagði miðillinn sjálfur einnig fram kvörtun. Gervigreind Apple bjó til og gaf út tilkynningu sem gaf ranglega til kynna að Luigi Mangione, sem grunaður er um hafa myrt Brian Thompson framkvæmdastjóra UnitedHealth í byrjun desember, hefði skotið sjálfan sig í kjölfar morðsins. Hafði gervigreindin tekið það upp og birt notendum Apple.
Blaðamenn án landamæra (RSF) hafa lýst yfir áhyggjum sínum af áhættunni sem gervigreind hafi í för með sér fyrir trúverðugleika fjölmiðla og benda á að atvikið undirstriki óáreiðanleika tækninnar til að veita nákvæmar og réttar upplýsingar.
RSF gagnrýndi jafnframt þá hugmynd að gervigreind gæti byggt nákvæmni sína í að greina frá staðreyndum mála á líkindum einum saman.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.