Hár verðtryggingarjöfnuður áhyggjuefni

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Spurður hvort hár verðtryggingarjöfnuður, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum, sé eitthvað sem bankinn hafi áhyggjur af segir Benedikt að það sé áhyggjuefni.

„Já við höfum áhyggjur svo lengi sem raunstýrivaxtastigið helst hátt. Maður bindur vonir við að verðbólgan fari lækkandi og ég er sammála því sem rætt hefur verið um að raunvaxtastigið er mjög hátt bæði í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Vonandi verður þetta ekki viðvarandi ástand heldur aðeins skammvinnt,“ segir Benedikt.

Hann segir háir raunvextir dragi úr fjárfestingu og atvinnuuppbyggingu og það bitni bæði á rekstri fyrirtækja og vexti hagkerfisins.

„Það leiðir til minni velsældar og þess að verðmætasköpun verður minni,“ segir Benedikt.

Hafa ekki fært varúð

Arion banki hefur ekki fært varúðarfærslur vegna vaxtamáls Neytendasamtakanna sem nú er yfirvofandi. Spurður hvort bankinn sé bjartsýnn á að sigra máli svarar Benedikt játandi og bætir við að núverandi fyrirkomulag sé tiltölulega nýleg framkvæmd.

„Auðvitað voru íbúðalán áður veitt með öðrum hætti. Við þekkjum gamla íbúðalánasjóð og þar á undan Húsnæðisstofnun og húsbréfakerfið sem reyndist ágætlega. Það var ekki fyrr en 2009 þar sem fór að bera á kerfi þar sem breytilegir vextir urðu hluti af vöruframboði á íbúðamarkaði,“ segir Benedikt og bætir við að það sé ágætt að fá úr því skorið hvort framkvæmdin sé lögleg eða ekki.

„Það er rétt að við höfum ekki fært neina varúð og sú ákvörðun er byggð á okkar lögfræðilegu stöðu. Við höfum fengið utan að komandi lögfræðinga til að meta þetta og borið okkur saman við Norðurlöndin. Það er okkar mat að áhættan á að við töpum þessu sé lítil, þannig við ætlum ekki að færa varúð“ segir Benedikt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK