Friðrik nýr sviðstjóri hjá Faxaflóahöfnum

Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs …
Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna. Ljósmynd/Aðsend

Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Jóni Garðari Jörundssyni. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Friðrik Þór hefur undanfarin ár starfað hjá Faxaflóahöfnum en hann var ráðinn sem verkefnastjóri á upplýsingatæknideild árið 2021 og tók við sem deildarstjóri þar árið 2023. Friðrik hefur komið að öllum viðameiri verkefnum Faxaflóahafna tengd upplýsingatækni, fjármálum og viðskiptaþróun. Friðrik Þór er með BSc gráðu í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að vinna áfram að því að styrkja Faxaflóahafnir sem leiðandi höfn í Norður-Atlantshafi. Með áframhaldandi áherslu á skilvirkni, sjálfbærni og með ábyrgum rekstri munum við styðja betur við viðskiptavini okkar og samfélagið í kringum okkur, samhliða uppbyggingu framtíðar innviða til hagsbóta fyrir atvinnulíf og samfélagið“, segir Friðrik Þór Hjálmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka