Olíuríkið vill rafmagnsbíla

Rafmagnsbílar ID Buzz, nýja rafmagnsrúgbrauðið frá Volkswagen, bíður í röðum …
Rafmagnsbílar ID Buzz, nýja rafmagnsrúgbrauðið frá Volkswagen, bíður í röðum eftir kaupendum. Erfiðleikar hafa einkennt framleiðslu félagsins. AFP/Ronny Hartmann

Sam­kvæmt frétt Reu­ters og gögn­um frá sam­göngu­stofu Nor­egs voru 9 af hverj­um 10 bif­reiðum seld­um í Nor­egi á síðasta ári raf­magns­bíl­ar.

Yf­ir­lýst mark­mið Nor­egs er að all­ir ný­skráðir fólks­bíl­ar verði raf­bíl­ar og stefnt er að því að þetta ná­ist á ár­inu. Enn hef­ur þetta ekki gengið fyr­ir sem dæmi bíla­leig­ur þar sem ferðamenn leggja ekki enn í slíka veg­ferð.

Sölu­töl­ur Nor­egs sýna aukn­ingu frá ár­inu 2024 þegar um 82,4% af seld­um bíl­um voru raf­magns­bíl­ar. Nú er þetta um 90%. Heild­ar­fjöldi raf­magns­bíla í Nor­egi nem­ur hins veg­ar enn ein­ung­is um 28,6% af bíla­flota lands­ins og því langt í land að breyta allri sam­setn­ing­unni.

Mest var selt af Teslu, Volkswagen og Toyota. Kín­versk­ir bíla­fram­leiðend­ur námu um 10% söl­unn­ar.

Í ljósi þessa er áhuga­vert að líta til þess að Nor­eg­ur er stór fram­leiðandi olíu og bygg­ir vel­sæld sína að miklu leyti á þeirri fram­leiðslu. Er þar í 13. sæti stærstu fram­leiðenda og mikl­ar fjár­fest­ing­ar hafa verið í grein­inni á síðasta ári og því alls ekki verið að leggja árar í bát þó yf­ir­lýst mark­mið séu skýr varðandi bíla­flota lands­ins.

Í gögn­um frá Nor­egi er sam­an­tekt yfir önn­ur lönd þar sem fram kem­ur að raf­magns­bíl­ar hafi numið um 25% af sölu á Íslandi síðasta ár og er Ísland í 10. sæti er kem­ur að slíkri hlut­deild. Nor­eg­ur, Dan­mörk og Svíþjóð eru í fyrstu 3 sæt­un­um en at­hygli vek­ur að Kína sem oft fær skömm í hatt­inn fyr­ir að vera óum­hverf­i­s­væn þjðoð er í 8. sæti með um 27,4% söl­unn­ar sem raf­magns­bíla.

Haft er eft­ir sam­gönguráðherra Nor­egs í frétt Reu­ters að ár­ang­ur Nor­egs varðandi raf­væðingu bíla­flot­ans megi einkum rekja til hvata­kerf­is og þess sem kannski fleiri lönd mættu til­einka sér, stöðug­leika í reglu­setn­ingu hvort sem þegn­um lands­ins líki bet­ur eða verr stefn­an.

Grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu í morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK