Áfengisrisar fengu á sig skell

Sopi Heilbrigðisyfirvöld í BNA vilja vara við krabbameinshættu.
Sopi Heilbrigðisyfirvöld í BNA vilja vara við krabbameinshættu. Morgunblaðið/Heiddi

Landlæknir Bandaríkjanna lagði það til í síðustu viku að merkja umbúðir áfengra drykkja með krabbameinsviðvörun. Leiddi þetta til þess að hlutabréfaverð margra stærstu vínframleiðenda heims lækkaði töluvert.

Í Evrópu lækkaði markaðsvirði áfengisrisa á borð við Diageo, Campari og Pernod Ricard um 3-4,5% en bjórframleiðendurnir Heineken og Carslberg lækkuðu um 1%. Bandaríski bjórrisinn AB InBev lækkaði um 2,7% og Brown-Forman, sem framleiðir Jack Daniels-viskí, missti 3% af markaðsvirði sínu.

Í tilkynningu landlæknis kom fram að rannsóknir hafa sýnt að tengsl virðast vera á milli áfengisneyslu og tiltekinna krabbameinstegunda í munni, hálsi og brjóstum.

Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að alls óvíst sé hvort hlustað verði á tillögu landlæknis en það sé undir bandaríska þinginu komið að setja lög um slíkar merkingar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK