Samkvæmt tilkynningu hafa flugfélagið Play og Odin Cargo, sem sérhæfir sig í flugfrakt, undirritað samstarfssamning um fraktflutninga.
Með samningnum mun Odin Cargo sinna sölu og þjónustu á frakt flugfélagsins.
Odin Cargo er í meirihluta eigu Cargow Thorship þar sem Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður.