Árið 2025 geti orðið hagfellt á skulda­bréfamarkaði

Valdimar Ármann, fjárfestingarstjóri A/F Rekstraraðila.
Valdimar Ármann, fjárfestingarstjóri A/F Rekstraraðila. Ljósmynd/Aðsend

Valdimar Ármann fjárfestingastjóri A/F rekstraraðila segir að skuldabréfamarkaðurinn hafi ­valdið dálitlum vonbrigðum á síðasta ári en ávöxtun hafi samt verið ágæt og hækkaði skuldabréfavísitalan um 7,3% á síðasta ári.

„Horft í baksýnisspegilinn var ávöxtunarkrafa skuldabréfa á árinu heilt yfir nokkuð óbreytt. Væntingar um vaxtalækkanir á árinu gengu ekki eftir en hliðrast að einhverju leyti inn í þetta ár. En árið 2024 á skuldabréfamarkaði var mjög sveiflukennt,“ segir Valdimar og bætir við að skuldabréfamarkaðurinn bjóði nú upp á góð tækifæri.

„Ávöxtunarkrafa skuldabréfa býður upp á fína ávöxtunarmöguleika en framhaldið veltur á þróun hagstærða og ég tel að árið geti orðið mjög gott á skuldabréfamörkuðum,“ segir Valdimar og bendir á að greiningardeildir bankanna spái því að árið 2025 endi í kringum 3,5% verðbólgu og það skapi forsendur fyrir frekari lækkun vaxta.

„Það veltur þó á þróun hagstærða eins og verðbólgu og atvinnuleysi og hversu mikið hagkerfið kólni eða nái mjúkri lendingu,“ segir Valdimar.

Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á þessu ári verði um 180 milljarðar króna sem er nokkuð meira en í fyrra. Þá er fyrirhugað að gefa út nýjan óverðtryggðan ríkisbréfaflokk með gjalddaga 2038 og tvo nýja verðtryggða ríkisbréfaflokka með gjalddaga 2029 og 2044.

Útgáfuáætlunin í hærri kantinum

Valdimar segir að útgáfuáætlunin fyrir árið sé í hærri kantinum.

„Í fjármálaáætlun kemur fram að lánsfjár­jöfnuður ríkissjóðs til 2028 er umtalsvert neikvæður og hefur valdið áhyggjum. Það eykur útgáfuþörf ríkissjóðs og fram undan eru stórir gjalddagar á skuldabréfum. Á skuldabréfamarkaði á árinu munu togast á tveir kraftar. Annars vegar vaxtalækkanir Seðlabankans og hins vegar útgáfuþörf ríkissjóðs,“ segir Valdimar.

Hann segir að það verði áskorun fyrir ríkissjóð að kljúfa staflann næstu árin.

„Á sama tíma er óljóst hvernig ný ríkisstjórn ætlar að haga ríkisfjármálunum, þó ýmislegt sé sagt um að stefnt sé að því að ná niður hallanum hraðar en síðasta ríkisstjórn áætlaði þá eru útfærslu­atriðin óljós,“ segir Valdimar.

Greinin birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum sem kom út sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK