Jón Garðar nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi

Jón Garðar Jörundsson nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi.
Jón Garðar Jörundsson nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlega flutn­inga­fyr­ir­tækið Ku­ehne+Nag­el hef­ur ráðið Jón Garðar Jör­unds­son sem fram­kvæmda­stjóra fyr­ir starf­sem­ina á Íslandi. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu.

Jón Garðar kem­ur til Ku­ehne+Nag­el með víðtæka reynslu úr viðskipta­líf­inu og starfaði áður m.a. sem sviðsstjóri viðskipta­sviðs hjá Faxa­flóa­höfn­um sf. og sem fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar hjá Arn­ar­laxi ásamt því að sitja í stjórn fé­lags­ins á ár­un­um 2014-2015. Hann er með MSc gráðu í fjár­mál­um og fjár­fest­ing­um auk MBA gráðu frá Ed­in­borg­ar­há­skóla.

Ku­ehne+Nag­el, sem eitt stærsta flutn­inga­fyr­ir­tæki heims, var stofnað árið 1890 og starfar á um 1.300 stöðum í yfir 100 lönd­um með yfir 79.000 starfs­menn. Fyr­ir­tækið þjón­ar fjöl­breytt­um þörf­um viðskipta­vina um sér­hæfðar flutn­inga­lausn­ir um all­an heim.

„Ég er þakk­lát­ur fyr­ir þetta skemmti­lega tæki­færi og hlakka til að tak­ast á við ný verk­efni hjá Ku­ehne+Nag­el og vinna með frá­bæru alþjóðlegu teymi að því að efla og byggja upp starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi,“ seg­ir Jón Garðar Jör­unds­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK