Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar í gær voru vöruviðskipti óhagstæð um 46,7 milljarða króna í desember. Vöruskiptajöfnuðurinn í desember 2024 var 18,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Síðustu tólf mánuði var hann óhagstæður um 397,6 milljarða króna sem er 29,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.
Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að mánaðarlega færir Hagstofan inn upplýsingar frá Póstinum um verðmæti innflutnings með póstsendingum. Nú er komið í ljós að sá innflutningur hafi verið ofmetinn allt síðasta ár að meðaltali um tæpan milljarð á mánuði.