Breytingar á framkvæmdastjórn Skaga

Anna Rós Ívarsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra mannauðs hjá …
Anna Rós Ívarsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra mannauðs hjá Skaga móðurfélagi VÍS. Ljósmynd/Aðsend

Anna Rós Ívars­dótt­ir, sem gegnt hef­ur um ára­bil stöðu fram­kvæmda­stjóra mannauðs og menn­ing­ar hjá VÍS, hef­ur tekið við starfi fram­kvæmda­stjóra mannauðs hjá Skaga móður­fé­lagi VÍS. Hún mun einnig taka sæti í fram­kvæmda­stjórn Skaga. 

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu Skaga að með því að starf­rækja mannauðssvið í móður­fé­lag­inu ná­ist fram hagræðing og sam­ræm­ing í rekstri sam­stæðunn­ar ásamt að styðja við þróun fyr­ir­tækja­menn­ing­ar. 

„Nú um ára­mót­in náðum við stór­um áfanga þegar til­færsla trygg­ing­a­rekstr­ar í dótt­ur­fé­lagið VÍS trygg­ing­ar hf. raun­gerðist. Sam­hliða því höf­um við einnig ráðist í skipu­lags­breyt­ing­ar sem miða að því að bæta þjón­ustu og auka rekstr­ar­hagræði inn­an sam­stæðunn­ar. Það er mjög ánægju­legt að fá Önnu Rós til liðs við okk­ur í fram­kvæmda­stjórn Skaga. Anna Rós hef­ur ára­langa reynslu af mannauðsmá­l­um, sem hafa verið mik­il­væg­ur þátt­ur í starf­semi VÍS á liðnum árum. Það er sér­stak­lega ánægju­legt að öll fé­lög inn­an sam­stæðunn­ar njóti nú góðs af því framúrsk­ar­andi starfi sem mannauðsteymið hef­ur unnið hjá VÍS á liðnum árum, “ seg­ir Har­ald­ur I. Þórðar­son for­stjóri Skaga í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK