Kvika spáir í stýrivextina

Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri og formaður Peningastefnunefndar. Fyrsti fundur nefndarinnar á …
Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri og formaður Peningastefnunefndar. Fyrsti fundur nefndarinnar á árinu verður þann 5. febrúar. Morgunblaðið/Karítas

Fram kemur í nýrri greiningu Hafsteins Haukssonar, aðalhagfræðings hjá Kviku banka, sem birtist 8. janúar að mikil óvissa ríki um jafnvægisvexti hagkerfisins um þessar mundir.

Að mati Hafsteins er líklegt að þeir séu á bilinu 5,00-5,50%. Hann bendir jafnframt á að lokavextir sem nú séu verðlagðir inn á skuldabréfamarkaði séu í kringum 6,00%.

Því séu lengri flokkar ríkisbréfa að greiða í kringum 50-100 punkta líftímaálag. Þetta er að því gefnu að jafnvægisvextir séu eins og fyrr greinir. Því er fjárfestum umbunað bærilega fyrir vaxtaáhættu í lengstu flokkunum, segir í greiningu Hafsteins.

Áður hefur Kvika banki bent á það í greiningum sínum að svigrúm sé fyrir 275-200 punkta vaxtalækkana á árinu 2025. Líklegt sé því að stýrivextir verði um 6,50-6,75% í lok ársins.

Í nýju greiningu Hafsteins bendir hann á að þar sem vaxtalækkanir séu ekki nema að hluta til verðlagðar inn á skuldabréfamarkað gætu verðhækkanir á skuldabréfamarkaði skilað álitlegum ávöxtunarauka.

Í greiningunni er jafnframt bent á að líklegt sé að Peningastefnunefnd Seðlabankans byrji að slaka rólega á raunaðhaldi peningastefnunnar eftir að verðbólga fari undir vikmörk.

Hafsteinn telur að skrefin verði framhlaðin í takti við hjöðnun verðbólgunnar, sem komi að stóru leyti fram á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þannig sér hann fyrir sér 75-100 punkta lækkun vaxta á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar í febrúar og mars. Að marsfundi loknum sér hann fyrir sér 25 punkta lækkunartakt á hverjum fundi fram að áramótum. Fyrsti fundur Peningastefnunefndar á þessu ári er 5. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK