Ný útgáfa af Tesla model Y hefur verið kynnt á heimasíðu félagsins fyrir markað í Kína.
Mikil eftirvænting er eftir nýrri útgáfu bílsins enda var nýlega gerð töluverð breyting á Model 3 sem bætti þá útgáfu mikið. Nú er búið að taka Model Y í gegn á svipaðan hátt.
Á heimasíðu félagsins kemur fram að afhending sé áætluð í mars.
Líklegt þykir að dreifing bílsins verði hröð eftir það á alla aðra markaði enda er framleiðslugetan mikil.