Snæfríður ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða

J. Snæfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin sviðstjóri hafnarinnviða hjá Faxaflóahöfnum.
J. Snæfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin sviðstjóri hafnarinnviða hjá Faxaflóahöfnum. Ljósmynd/Aðsend

J. Snæfríður Ein­ars­dótt­ir hef­ur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra hafn­ar­innviða Faxa­flóa­hafna. Ráðning­in fjölg­ar sviðsstjór­um um einn og verða þá sex manns í fram­kvæmd­ar­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. 

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu Faxa­flóa­hafna að Snæfríður hafi breiðan bak­grunn og víðtæka reynslu. Hún starfaði áður sem for­stöðumaður ör­ygg­is- og heilsu hjá HB-Granda, stöðvarvörður hjá Lands­virkj­un, ráðgjafi hjá HSE Consulting og síðustu tvö ár starfaði Snæfríður sem áhafn­ar­stjóri hjá Eim­skip.

Það er virki­lega spenn­andi að ganga til liðs við Faxa­flóa­hafn­ir og taka í þátt í þeirri innviða þróun sem fram und­an er á kom­andi árum. Það er áskor­un og lof­orð Faxa­flóa­hafna í senn að vinna í takt við þarf­ir sam­fé­lags­ins, at­vinnu­lífs­ins og um­hverf­is­ins með græn­um, ör­ugg­um og skil­virk­um áhersl­um. Þar má nefna upp­bygg­ingu farþegamiðstöðvar á Skarfa­bakka og land­teng­ing­ar fyr­ir skip“ seg­ir J. Snæfríður Ein­ars­dótt­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK