Steinar ráðinn framkvæmdastjóri Domino’s Pizza

Steinar B. Sigurðsson.
Steinar B. Sigurðsson. Ljósmynd/Dominos

Stein­ar B. Sig­urðsson hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Dom­in­o’s Pizza á Íslandi. Hann tek­ur við af Magnúsi Hafliðasyni, sem hef­ur leitt fé­lagið frá ár­inu 2021 og var á dög­un­um ráðinn fram­kvæmda­stjóri N1.

Í til­kynn­ingu frá Dom­in­o’s Pizza á Íslandi seg­ir að Stein­ar sé ekki ekki ókunn­ur fé­lag­inu eða vörumerk­inu, en hann hóf störf árið 2006 sem fram­leiðslu­stjóri. Und­an­far­in ár hef­ur hann starfað sem fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu- og inn­kaupa ásamt því að koma að stefnu­mót­un og eiga sæti í fram­kvæmda­stjórn fé­lags­ins.

„Ég er afar þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem mér er sýnt með þess­ari ráðningu. Það er mér sér­stakt gleðiefni að fá tæki­færi til að hlúa áfram að þeirri ein­stöku menn­ingu sem við höf­um skapað hjá Dom­in­o’s með öllu því frá­bæra starfs­fólki sem ég þekki svo vel og ber mikla virðingu fyr­ir,“ er haft eft­ir Stein­ari í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK