Bjartar horfur á innlendum markaði 2025

Greið leið eða háll stígur? Forstjóri Kauphallarinnar býst við að …
Greið leið eða háll stígur? Forstjóri Kauphallarinnar býst við að markaðurinn vaxi myndarlega á næstu árum. Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Mo­gens Mo­gensen for­stöðumaður hluta­bréf­a­stýr­ing­ar hjá Íslands­sjóðum seg­ir að árið 2025 lofi góðu fyr­ir inn­lend­an hluta­bréfa­markað enda eru vænt­ing­ar um að verðbólg­an haldi áfram að hjaðna og því geti vaxta­lækk­un­ar­ferlið haldið áfram á ár­inu enda eru raun­stýri­vext­ir enn háir og hag­kerfið hafi hægt vel á sér. Þó sé ekki úti­lokað að það komi tíma­bundið bak­slag í hjöðnun verðbólg­unn­ar sem hægt get­ur á vaxta­lækk­un­ar­ferl­inu.

„Það eru góðar frétt­ir fyr­ir hluta­bréfa­markaðinn að bú­ist sé við áfram­hald­andi vaxta­lækk­un­um enda hafa lægri vext­ir já­kvæð áhrif á fjár­magns­kostnað fyr­ir­tækja og auka jafn­framt virði þeirra þar sem verðmat á hluta­bréf­um ræðst af vaxta­stigi á hverj­um tíma. Þá eru einnig mjög góðar horf­ur varðandi flæði fjár­muna inn á hluta­bréfa­markaðinn á ár­inu enda eru hlut­haf­ar Mar­els ný­bún­ir að fá greidd­ar evr­ur að and­virði um 137 millj­arða króna og má gera ráð fyr­ir að líf­eyr­is­sjóðir og aðrir inn­lend­ir fjár­fest­ar, að fjár­fest­inga­fé­lag­inu Eyri frá­töldu, hafi fengið greidda í kring­um 60 millj­arða króna,“ seg­ir Mo­gens og bæt­ir við að ekki sé ljóst að hversu miklu leyti þessi fjár­mun­ir leiti aft­ur inn á hluta­bréfa­markað en ljóst er að hluti þeirra mun gera það.

„Vægi inn­lendra hluta­bréfa í eigna­söfn­um líf­eyr­is­sjóða mun til að mynda minnka við yf­ir­töku JBT á Mar­el enda fá þeir greidd­an tölu­verðan hluta af fyrr­greind­um 60 millj­örðum auk þess sem eft­ir­stand­andi eign­ar­hlut­ur þeirra í sam­einuðu fé­lagi JBT Mar­el verður hér eft­ir flokkaður sem er­lend eign,“ seg­ir Mo­gens.

Hann bæt­ir við að einnig stytt­ist í arðgreiðslur frá skráðum fé­lög­um og eru vænt­ing­ar um að þær geti verið um 50 millj­arðar króna.

„Auk arðgreiðslna er nokk­ur hluti fé­lag­anna í reglu­bundn­um end­ur­kaup­um á eig­in bréf­um, sem skil­ar þá einnig fjár­mun­um í vasa hluta­hafa,“ seg­ir Mo­gens.

Til­flutn­ing­ur á sparnaði í áhættu­eign­ir

Hann bend­ir jafn­framt á að á und­an­förn­um mánuðum hafi verið gríðarleg aukn­ing í sparnaði heim­il­anna á óbundn­um inn­láns­reikn­ing­um sem hafa verið að skila 8-9% vöxt­um und­an­farið ár.

Inn­stæður á slík­um reikn­ing­um voru í lok nóv­em­ber um 862 millj­arðar króna og höfðu vaxið um 26% frá árs­lok­um 2023, þar að auki eru heim­il­in með um 200 millj­arða á velt­u­r­eikn­ing­um.

„Þess má vænta að til­flutn­ing­ur verði á sparnaði heim­il­anna yfir í áhættu­meiri eign­ir eins og hluta­bréf þegar vext­ir halda áfram að lækka enda er óveru­leg­ur hluti af sparnaði heim­il­anna nú í hluta­bréf­um eða hluta­bréfa­sjóðum. Það hef­ur til dæm­is verið tölu­vert út­flæði úr hluta­bréfa­sjóðum á und­an­förn­um tveim­ur árum, í há­vaxtaum­hverf­inu, en nú hef­ur sú þróun snú­ist yfir í inn­flæði í sjóðina. Það gæti þó vissu­lega breytt flæðismynd­inni nokkuð ef tek­in yrði ákvörðun af nýrri rík­is­stjórn um að halda áfram með sölu á eft­ir­stand­andi 42,5% eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Markaðsvirði hlut­ar­ins er um 106 millj­arðar króna og því myndi skipta tölu­verðu máli hvort slík sala yrði gerð í einu eða tvennu lagi enda um gríðarleg­ar fjár­hæðir að ræða,“ seg­ir Mo­gens.

Áhuga­vert að fylgj­ast með vaxtar­fyr­ir­tækj­un­um

Mo­gens seg­ir að það verði margt spenn­andi að ger­ast hjá fé­lög­un­um í Kaup­höll­inni á nýju ári. Áhuga­vert verði til að mynda að fylgj­ast með vaxtar­fyr­ir­tækj­un­um þrem­ur, Al­votech, Ocul­is og Amar­oq.

Al­votech verður komið með tvö lyf í sölu á Banda­ríkja­markaði og í Evr­ópu á ár­inu. Þar að auki kom­ast þrjú lyf til viðbót­ar lík­lega í sölu síðar á ár­inu. Fé­lagið byrjaði ekki að fá tekj­ur af vöru­sölu að neinu marki fyrr en á síðari hluta árs­ins 2024 og því verður fróðlegt að fylgj­ast með tekju­vexti fé­lags­ins á ár­inu 2025.

Ocul­is á von á áfram­hald­andi niður­stöðum úr lyfja­rann­sókn­um á ár­inu vegna lyfja sem fé­lagið er með í þróun við augn­sjúk­dóm­um og geta skilað gríðarleg­um verðmæt­um tak­ist vel til.

Amar­oq náði svo ný­verið þeim áfanga að byrja að vinna fyrsta gullið úr Nalun­aq-námunni og á von á nýju auðlinda­mati á fyrsta árs­fjórðungi sem staðfest­ir bet­ur magn og gæði gulls í námunni. Þá eru þeir einnig farn­ir að bora í ann­arri námu sem heit­ir Nanoq og er 20 km frá hinni námunni, auk þess að vera með aðgang að tölu­verðu landsvæði til rann­sókna á Græn­landi.

Mo­gens seg­ir einnig að aðstæður í rekstri trygg­ing­ar­fé­laga verði mjög hag­felld­ar á næst­unni þar sem hag­kerfið er í hæga­gangi og þá fækki yf­ir­leitt tjón­um. Einnig megi bú­ast við mjög góðum gangi í fjár­fest­ing­ar­starf­semi fé­lag­anna þar sem vext­ir hafa verið háir og eru byrjaðir að lækka, sem mun hækka virðið á fjár­fest­ing­ar­eign­um fé­lag­anna.

„Bank­arn­ir munu svo njóta góðs af því þegar hag­kerfið fer að taka bet­ur við sér í vaxta­lækk­un­ar­ferl­inu, sem mun hafa já­kvæð áhrif á þókn­ana­tekj­ur á fjár­fest­ing­ar­banka­hlið starf­sem­inn­ar, það er að segja hjá verðbréfamiðlun, fyr­ir­tækjaráðgjöf og eign­a­stýr­ingu. Ari­on banki mun njóta góðs af trygg­ing­ar­starf­semi Varðar og Kvika nýt­ur enn góðs af því að eiga TM en beðið er eft­ir niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til að klára sölu TM til Lands­bank­ans. Ef sal­an geng­ur í gegn, sem gæti mögu­lega orðið á fyrsta árs­fjórðungi, hyggst Kvika greiða út um 20 millj­arða króna til hlut­hafa sinna af um 30 millj­arða króna sölu­and­virði. Ari­on banki er einnig með um­tals­verð dul­in verðmæti í Arn­ar­landi í Garðabæ og Blikastaðalandi í Mos­fells­bæ, sem geta haft já­kvæð áhrif á af­kom­una á ár­inu, sem mun þó ráðast af fram­gangi þess­ara fast­eignaþró­un­ar­verk­efna,“ seg­ir Mo­gens.

Óljós­ar horf­ur í flugi og sjáv­ar­út­vegi

Hann bend­ir á að það hafi verið aðeins óljós­ari horf­urn­ar hjá flug­fé­lög­un­um og sjáv­ar­út­vegs­fé­lög­un­um. Hjá flug­fé­lög­un­um ræðst af­kom­an að tölu­verðu leyti af þróun á eldsneytis­verði sem hef­ur verið til­tölu­lega hag­stætt und­an­farið. Launa­kostnaður veg­ur einnig þungt í rekstri þeirra en á ár­inu renna út kjara­samn­ing­ar hjá flug­mönn­um, flug­freyj­um og flug­virkj­um hjá Icelanda­ir, sem fróðlegt verður að fylgj­ast með að sögn Mo­gens. Þá hef­ur einnig verið tölu­verð sam­keppni á markaðnum yfir hafið (á milli Am­er­íku og Evr­ópu) með til­heyr­andi pressu á far­gjöld­um.

„Þessi markaður hef­ur vegið nokkuð þungt í tekj­um Icelanda­ir og Play að und­an­förnu en nú hef­ur Play ákveðið að draga veru­lega úr vægi sínu á þess­um markaði. Þar að auki hef­ur ekki verið jafn mik­il fjölg­un á ferðamönn­um til Íslands og bú­ist var við enda hafa jarðhrær­ing­ar ná­lægt íbúðabyggð og sam­keppn­is­hæfni Íslands sem ferðamannastaðar lík­lega haft sitt að segja varðandi áhuga er­lendra ferðamanna á að heim­sækja landið,“ seg­ir Mo­gens.

Sjáv­ar­út­vegs­fé­lög­in glíma einnig við frek­ar óljós­ar horf­ur þar sem ekki hef­ur fund­ist nægj­an­leg loðna til að gefa út loðnu­kvóta en leitað verður þó áfram á kom­andi vik­um. Þá hef­ur nýja rík­is­stjórn­in boðað aukn­ar álög­ur á grein­ina með hækk­un á veiðigjöld­um auk þess að ætla að gefa leyfi til auk­inna strand­veiða. Tölu­verðar kostnaðar­hækk­an­ir hafa verið hjá grein­inni meðal ann­ars á kol­efn­is­gjöld­um og orku­kostnaði þar sem um­hverf­i­s­væn orka er af skorn­um skammti.

Grein­in í heild sinni birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um sl. miðviku­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK