Gengið vel að sækja tekjur

Hugbúnaðarfyrirtækið Plaio sem hannar hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja fékk 650 milljóna króna fjármögnun á síðasta ári og á dögunum var sagt frá því að Plaio hefði gert samstarfssamning við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Eisai, sem mun nota hugbúnaðarlausn Plaio til að skala upp framleiðslu á lyfjum fyrirtækisins.

Jóhann Guðbjargarson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Plaio, segir í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag að fyrirtækið stefni á að tvöfalda veltuna á þessu ári. Árið 2023 velti fyrirtækið tæpum 20 milljónum króna samanborið við 8 milljónir 2022. Tap ársins 2023 nam tæpum 39 milljónum króna samanborið við 12 milljóna króna tap árið áður. Fyrirtækið var stofnað árið 2021.

Jóhann Guðbjargarson framkvæmdastjóri Plaio er gestur í Dagmálum.
Jóhann Guðbjargarson framkvæmdastjóri Plaio er gestur í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már

„Planið með að fá inn töluvert fjármagn er að fjármagna brennslu þangað til við höfum náð töluvert stærri kúnnahóp,“ segir Jóhann.

Spurður hvernig fyrirtækinu hafi gengið að sækja tekjur segir hann að það hafi gengið vel.

„Auðvitað myndum við vilja að það myndi ganga hraðar en við bjuggumst við að söluferillinn væri langur og svo varð. Við höfum líka ráðið inn marga starfsmenn,“ segir Jóhann.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK