Jóhann Guðbjargarson stofnandi og framkvæmdastjóri Plaio segir í viðskiptahluta Dagmála að fyrirtækið stefni ekki á að sækja meira fjármagn í náinni framtíð.
„Við erum fullfjármögnuð eins og stendur. Við fengum fyrstu fjármögnunina frá Frumtaki en þeir komu inn aðeins sex mánuðum eftir að ég stofnaði fyrirtækið. Þar fengum við 400 milljónir. Á síðasta ári fengum við síðan 650 milljóna króna fjármögnun frá Iðunni, framtakssjóðs í rekstri Kviku eignastýringar,“ segir Jóhann.
Hann bætir við að á þeim tíma höfðu fleiri sýnt áhuga á að fjármagna fyrirtækið.
„Ég hugsa að við förum að leita að nýrri fjármögnun eftir um það bil 12 mánuði,“ segir Jóhann.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: