Ferðamönnum fjölgar á milli ára

Fjöldi ferðamanna sem kom til landsins jókst 2,2% milli ára.
Fjöldi ferðamanna sem kom til landsins jókst 2,2% milli ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúm­lega 2,2 millj­ón­ir ferðamanna komu til Íslands á síðasta ári. Um er að ræða 2,2% fjölg­un ferðamanna frá því árið 2023. 

Gert er ráð fyr­ir að ferðamönn­um muni fjölga um 1,7% í ár miðað við árið í fyrra og er spáð að í kring­um 2,3 millj­ón­ir ferðamanna komi til Íslands á ár­inu. Árið eft­ir er spáð að 2,5 millj­ón­ir ferðamanna komi hingað til lands. 

Þetta kem­ur fram í nýrri spá Ferðamála­stofu um fjölda er­lendra ferðamanna á næstu árum. 

Í til­kynn­ingu frá Ferðamála­stofu seg­ir að fyrsti árs­fjórðung­ur hafi reynst grein­inni erfiður meðal ann­ars vegna nátt­úru­ham­fara á Reykja­nesskaga og nei­kvæð fréttaum­fjöll­un er­lend­is um ham­far­irn­ar olli mikl­um af­bók­un­um.

Umfjöllun erlendra fjölmiðla um náttúruhamfarirnar í Grindavík höfðu talsverð áhrif …
Um­fjöll­un er­lendra fjöl­miðla um nátt­úru­ham­far­irn­ar í Grinda­vík höfðu tals­verð áhrif á grein­ina. mbl.is/​Eyþór

6% fjölg­un á fjórða árs­fjórðungi

Niður­sveifl­an kom þó ekki fram fyrr en á öðrum árs­fjórðungi síðasta árs og sýndu all­ir mánuðir fjórðungs­ins sam­drátt á milli ára. Á þriðja árs­fjórðungi komst þó aft­ur jafn­vægi í grein­ina en á þriðja árs­fjórðungi árs­ins eru stærstu ferðamánuði árs­ins, júlí og ág­úst, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Á síðasta árs­fjórðungi árs­ins varð um­tals­verð fjölg­un ferðamanna á land­inu milli ára eða í kring­um 6% sem skilaði sér í fjölg­un er­lendra ferðamanna miðað við árið í fyrra. 

Gæti dregið úr fjölda flug­ferða til og frá land­inu

„Ákveðin teikn eru á lofti um að draga muni eitt­hvað úr fjölda flug­ferða til og frá land­inu á þessu ári, miðað við í fyrra. Bæði hafa sum er­lend flug­fé­lög breytt fyrri áætl­un­um um flug til lands­ins og Play hef­ur til­kynnt um veru­lega breyt­ingu á viðskiptalíkani fé­lags­ins, sem m.a. fel­ur í sér sam­drátt á flugi til og frá Íslandi,“ seg­ir jafn­framt í til­kynn­ingu frá Ferðamála­stofu.

In­tell­econ, spá­gerðaraðili Ferðamála­stofu, ger­ir hins veg­ar ráð fyr­ir því að á næsta ári og árin á eft­ir muni kom­ast á jafn­vægi á flugi til og frá land­inu í sam­ræmi við eft­ir­spurn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK