Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka

Lilja Kristjánsdóttir og Steinar Arason.
Lilja Kristjánsdóttir og Steinar Arason. Ljósmynd/Aðsend

Íslandsbanki hefur ráðið Lilju Kristjánsdóttur í stöðu forstöðumanns viðskiptaeftirlits og Steinar Arason í stöðu forstöðumanns regluvörslu hjá bankanum.

Segir í fréttatilkynningu Íslandsbanka að Lilja hafi starfað hjá bankaum frá vordögum 2020, fyrst sem sérfræðingur í áhættustýringu og svo peningaþvættisvörnum frá hausti 2021. Áður var hún flugfreyja hjá Icelandair og verslunarstjóri hjá Nova. 

Lilja er með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut CAMS og ACAMS sérfræðivottun í peningþvættivörnum 2023.

Steinar Arason hóf störf  í regluvörslu Íslandsbanka í janúar 2024 þar sem hann hefur leitt umbótavinnu varna bankans í peningaþvætti. Þar áður starfaði hann í 20 ár hjá Landsbankanum meðal annars sem sérfræðingur í peningaþvættisvörnum bankans.

Steinar er með próf í verðbréfamiðlun og útskrifaðist með BSc í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst árið 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK