Isavia fékk aðstoð við að svara Skúla

Vörumerkjastjóri Isavia segir að markaðsráð vallarins beri ábyrgð á auglýsingunni, …
Vörumerkjastjóri Isavia segir að markaðsráð vallarins beri ábyrgð á auglýsingunni, sem er hátt í tvær mínútur að lengd. Morgunblaðið/Eggert

Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, oft­ast kennd­ur við skyndi­bita­keðjuna Su­bway, skrifaði grein á vef­miðil­inn Vísi á dög­un­um þar sem hann gagn­rýndi Isa­via, sem ann­ast rekst­ur og þróun Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, harðlega fyr­ir bruðl með al­manna­fé, en fyr­ir­tækið frum­sýndi nýja aug­lýs­ingu á und­an ára­móta­s­kaup­inu. Aug­lýs­inga­tím­inn er jafn­an tal­inn dýr­asti aug­lýs­inga­tími árs­ins í sjón­varpi.

Aug­lýs­ing­in var löng og seg­ir Skúli í grein­inni að hún sé ein sú lengsta sem hann hafi nokk­urn tím­ann séð í sjón­varpi á Íslandi, eða hátt í tvær mín­út­ur að lengd.

Full­yrðir Skúli í grein sinni að þessi eina birt­ing aug­lýs­ing­ar­inn­ar hafi kostað rétt rúm­ar þrjár millj­ón­ir króna. Þá seg­ir hann að fram­leiðslan hafi lík­lega kostað annað eins.

Isa­via birt­ir svar við grein­inni á vef sín­um. Þar seg­ir að svo­kallað Markaðsráð Kefla­vík­ur­flug­vall­ar beri ábyrgð á aug­lýs­ing­unni, ekki Isa­via eitt.

Standa sam­an

Í svari Isa­via seg­ir að á Kefla­vík­ur­flug­velli starfi fjöldi fyr­ir­tækja sem þar reki fjöl­breytta flóru versl­ana og veit­ingastaða. „Í gegn­um tíðina hafa þessi fyr­ir­tæki staðið sam­an að því að markaðssetja sína þjón­ustu á vett­vangi Markaðsráðs Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.“

Seg­ir í svar­inu að mik­il­vægt sé að vekja at­hygli á því sem Kefla­vík­ur­flug­völl­ur hafi upp á að bjóða. Það sé nú gert með markaðsátaki und­ir yf­ir­skrift­inni: KEF – þar sem sög­ur fara á flug. „Liður í því er meðal ann­ars aug­lýs­ing sem birt var á und­an ára­móta­s­kaupi Sjón­varps­ins.“

Þá seg­ir í svar­inu á vef Isa­via að fyr­ir­tæk­in sem koma að markaðsráðinu standi sam­an að þess­ari kynn­ingu og fjár­mögn­un henn­ar. „Þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur lengi tíðkast á Kefla­vík­ur­flug­velli og tíðkast einnig í versl­un­ar­miðstöðvum eins og Kringl­unni og Smáralind.“

At­hygli vek­ur að Isa­via leitaði til aug­lýs­inga­stof­unn­ar Aton til að móta þetta svar sitt og virðist því ekki hafa verið fært um að svara án ut­anaðkom­andi aðstoðar.

Í tölvu­póst­um sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um seg­ir Berg­lind Arn­ar­dótt­ir vörumerkja­stjóri Isa­via til dæm­is: „Við höf­um ráðfært okk­ur við fjöl­miðlaráðgjaf­ana okk­ar hjá Aton og niðurstaðan er að svara þess­ari ábend­ingu Skúla. Aton hef­ur aðstoðað okk­ur við að móta svar og mun­um við gefa það út á vefn­um okk­ar eft­ir skamma stund,“ seg­ir m.a. í tölvu­póst­in­um frá 3. janú­ar sl.

Skúli birti aðra grein 6. janú­ar og gagn­rýn­ir þar svör Isa­via við fyrri grein sinni. Hann er ómyrk­ur í máli um flug­völl­inn og her­ferðina, og tel­ur að fénu hefði verið bet­ur varið í að byggja upp flug­völl­inn en þar vill hann meina að víða sé pott­ur brot­inn. Einnig hvet­ur hann for­stjóra Isa­via sjálf­an til að stíga fram og upp­lýsa heild­ar­kostnað við aug­lýs­inga­her­ferðina í stað þess að beita fyr­ir sig und­ir­mönn­um.

Umræða enn í gangi

Berg­lind send­ir póst á markaðsráðið í kjöl­far þess­ar­ar seinni grein­ar og má ekki skilja hann öðru­vísi en svo að Isa­via ætli að sjá hvort þau kom­ist ekki ör­ugg­lega upp með að svara eng­um og láta málið sofna hægt og ró­lega. „Það er ennþá umræða í gangi sem við erum að fylgj­ast með og mun­um við sjá á næstu dög­um hver næstu skref verða.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK