Katrín Júlíusdóttir hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli þar sem hún mun sinna ráðgjöf tengdri stjórnsýslu, stefnumótun, samskipta- og kynningarmálum.
Katrín hefur undanfarið unnið að sérverkefnum í ráðgjöf sem og ritstörfum. Hún var iðnaðar-, fjármála- og efnahagsráðherra árin 2009-2013 og sat Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 2003 til 2016. Katrín var framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja i fjármálaþjónustu frá 2016 til 2022. Þá var hún kosningastjóri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar.
Hún útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2014.