Polestar getur andað léttar

Rafbílar Sænski framleiðandinn Polestar selur fleiri eintök rafbíla.
Rafbílar Sænski framleiðandinn Polestar selur fleiri eintök rafbíla. Morgunblaðið/Eggert

Sam­kvæmt frétt Reu­ters hef­ur sala auk­ist mikið hjá Po­lest­ar. Fyr­ir­tækið fram­leiðir raf­bíla og er í eigu kín­verska Geely og Volvo. Kín­verski ris­inn hóf rekst­ur sinn 1986 sem fram­leiðandi íhluta fyr­ir kæliskápa.

Titr­ing­ur hef­ur verið meðal fram­leiðenda raf­bíla og því ró­ast taug­ar ef­laust aðeins við þess­ar frétt­ir.

Sam­kvæmt frétt­inni nam sala fé­lags­ins um 12.000 bíl­um síðasta árs­fjórðung 2024, sem er 37% hækk­un milli ára.

Mik­ill óvissa hef­ur verið um sölu raf­bíla síðustu mánuði, bæði vegna ófyr­ir­sjá­an­leika í skatt­lagn­ingu og bar­áttu í verði. Notaðir raf­bíl­ar hafa á sum­um mörkuðum hrunið í verði.

Po­lest­ar hef­ur sam­hliða átt í innri bar­áttu, enda var á síðasta ári for­manni stjórn­ar, for­stjóra, yf­ir­hönnuði og fjár­mála­stjóra öll­um skipt út. Fram­leiðand­inn ger­ir nú ráð fyr­ir já­kvæðu sjóðsflæði í lok árs­ins eft­ir ta­prekst­ur. mj@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK