Erum rétt að byrja

Ingvar Hjálmarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka …
Ingvar Hjálmarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, hélt erindi á Skattadeginum. Ljósmynd/Anton Brink

Skatta­dag­ur Viðskiptaráðs og Deloitte var hald­inn í Silf­ur­bergi í Hörpu á þriðjudag. Meðal fyr­ir­les­ara var Ingvar Hjálm­ars­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Nox Medical og formaður Hug­verkaráðs Sam­taka iðnaðar­ins.

Hann segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þó megi gagnrýna þá staðreynd að fyrirtæki eins og Nox Medical sitji ekki við sama borð hvað skatta varðar og keppinautar þess úti í heimi.

„Nox Medical er örfyrirtæki á alþjóðlegan mælikvarða en stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Við erum því skattlögð hér á landi í samræmi við það. Þetta hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar og gerir það að verkum að fyrirtæki af okkar stærð leita leiða til að setja nýjar fjárfestingar í rannsókn og þróun út fyrir landsteinana. Við erum til að mynda að setja upp vöruþróun í Portúgal til að geta fjárfest enn meira.“

Tækifærin mörg

Ingvar segir að mikilvægt sé að hafa í huga þegar horft sé til framtíðar að mikið hafi áunnist og tækifærin til að efla hugverkaiðnaðinn hér á landi séu mörg.

„Við erum bara rétt að byrja. Ef á næstu 5-10 árum verða 100 fyrirtæki með um 5-10 milljarða króna í veltu hvert þá komumst við í um 1.000 milljarða í útflutningsverðmæti. Það myndi skipta sköpum fyrir íslenska hagkerfið. Þannig verðum við einnig í góðri stöðu til að skapa næstu einhyrningana úr íslenskum vaxtarfyrirtækjum eins og gerðist með Kerecis og Alvotech,“ segir Ingvar að lokum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK