Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar

Ísleifur Örn Guðmundsson er nýr forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar.
Ísleifur Örn Guðmundsson er nýr forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar. Ljósmynd/Aðsend

Ísleifur Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Ofar og tekur hann einnig sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Ofar bar áður nafnið Origo Lausnir.

Segir í tilkynningu Ofar að Ísleifur muni gegna því hlutverki að samræma og efla sölu og markaðsrannsókn tekjuinnviða fyrirtækisins ásamt að finna ný tækifæri til vaxtar.

Ísleifur hefur undanfarin ár starfað sem sölustjóri hjá Origo ehf. ásamt því að taka þátt í verkefnum tengdum stjórnun og stefnumótun.

Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá University of Alabama in Huntsville í Bandaríkjunum og Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK