Mikið virði í Íslenskum verðbréfum

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga.
Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga. mbl.is/Hákon

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga segir í viðtali við ViðskiptaMoggann að hann telji að áhrif innkomu Íslenskra verðbréfa í samstæðuna sé að einhverju leyti vanmetin og að í því felist mikið virði bæði út frá vexti í fjármálastarfsemi hjá samstæðunni og einnig út frá rekstrarlegum sjónarmiðum.

„Með tilkomu Íslenskra verðbréfa í samstæðuna erum við að nær tvöfalda eignir í stýringu og því fylgir stærðarhagkvæmni sem mun koma hratt fram. Enn fremur býr mikil reynsla og þekking í starfsfólki félagsins og með því að sameina félagið við SIV eignastýringu verður til eitt sterkasta eignastýringarteymi landsins,“ segir Haraldur.

Íslensk verðbréf, sem er eitt elsta fjármálafyrirtæki landsins, er með starfsemi á Norðurlandi og segir Haraldur að mikil tækifæri felist í að þjónusta það öfluga markaðssvæði.

„Norðurlandið er stórt markaðsvæði sem fer vaxandi og hefur hingað til ekki verið þjónustað sem skyldi. Það liggja mikil tækifæri í að byggja upp og auka enn við starfsemi okkar þar,“ segir Haraldur. „Enn fremur eru Íslensk verðbréf sterkt vörumerki hjá einstaklingum og fjölskyldum út um allt land,“ segir Haraldur.

Greinin birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum sem kom út sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK