Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur Landsbankans og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka eru sammála um að heilt yfir séu efnahagshorfurnar fyrir árið nokkuð bjartar. Þetta kemur fram í viðskiptahluta Dagmála.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:
„Hvað varðar útflutingsgreinarnar er jákvætt að vaxtarbroddurinn er að færast yfir á fleiri stoðir en bara sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, hugverkaiðnaðurinn er í mikilli sókn,“ bendir Jón Bjarki á.
Hildur segir enga ástæðu til að ætla annað en að ferðaþjónustan haldi ágætis dampi ef ekki eigi sér stað óvænt áföll.
„Útflutningsverðmæti annarra greina hafa einnig margfaldast á síðustu árum. Þannig það verður áhugavert að fylgjast með því," segir Hildur.