Ferðaþjónustan haldi dampi

Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur Landsbankans og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka eru sammála um að heilt yfir séu efnahagshorfurnar fyrir árið nokkuð bjartar. Þetta kemur fram í viðskiptahluta Dagmála.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

„Hvað varðar útflutingsgreinarnar er jákvætt að vaxtarbroddurinn er að færast yfir á fleiri stoðir en bara sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, hugverkaiðnaðurinn er í mikilli sókn,“ bendir Jón Bjarki á.

Hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Jón Bjarki Bentsson voru gestir …
Hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Jón Bjarki Bentsson voru gestir Magdalenu Torfadóttur í viðskiptahluta Dagmála. mbl.is/Hallur Már

Hildur segir enga ástæðu til að ætla annað en að ferðaþjónustan haldi ágætis dampi ef ekki eigi sér stað óvænt áföll.

„Útflutningsverðmæti annarra greina hafa einnig margfaldast á síðustu árum. Þannig það verður áhugavert að fylgjast með því," segir Hildur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK