Breytti landslagi markaðarins

Veltan með hlutabréf Marel, á íslenska markaðinum, fyrstu tvær vikur …
Veltan með hlutabréf Marel, á íslenska markaðinum, fyrstu tvær vikur þessa árs er á við dagsveltu árin á undan. Mbl/Árni Sæberg

Ljóst er að samruni Mar­els og JBT hef­ur haft ým­iss kon­ar áhrif á ís­lensk­an verðbréfa­markað.

Sig­urður Hreiðar Jóns­son er for­stöðumaður verðbréfamiðlun­ar Íslands­banka og seg­ir hann að mest muni um þær breyt­ing­ar sem gerðar voru á skrán­ingu JBT Mar­el í tengsl­um við samrun­ann:

„Mar­el var áður með tví­hliða skrán­ingu á ís­lenska verðbréfa­markaðinum og í Hollandi en ís­lenski markaður­inn ráðandi í veltu fé­lags­ins. Nú er hið sam­einaða fé­lag með skrán­ingu í Banda­ríkj­un­um og á Íslandi og hef­ur þetta t.d. haft áhrif á um­fang viðskipta inn­an­lands með þetta fé­lag sem áður var eitt það veltu­hæsta á ís­lenska verðbréfa­markaðinum,“ út­skýr­ir Sig­urður.

„Ef við skoðum þróun í veltu hluta­bréfa fé­lags­ins á Íslandi, þá var velta Mar­els árið 2023 og 2024 um einn millj­arður króna á dag að meðaltali. Nú er heild­ar­velta Mar­els það sem af er ári um einn millj­arður króna og sést greini­lega að velta fé­lags­ins hef­ur öll færst til Banda­ríkj­anna,“ seg­ir hann og árétt­ar að í þess­um töl­um sé búið að taka út viðskipti sem voru vegna samruna Mar­els og JBT sem leiddu til 460 millj­arða króna veltu.

Tví­skrán­ing fé­laga hef­ur m.a. þann til­gang að laða að er­lenda fjár­festa og ein­falda þeim að stunda viðskipti með hluti í ís­lensk­um fé­lög­um. Sig­urður seg­ir er­lenda fjár­festa ekki hafa viljað fjár­festa beint á Íslandi þar sem ís­lenska krón­an hafi gegn­um tíðina sveifl­ast mikið, en markaður­inn hef­ur þó verið að dýpka og sveifl­ur farið minnk­andi.

Sig­urður bend­ir á að það hafi verið mik­il­vægt í yf­ir­töku­viðræðum JBT og Mar­els að hið sam­einaða fé­lag myndi vera með tví­hliða skrán­ingu í Banda­ríkj­un­um og Íslandi, og að fyrsta til­boð JBT hafi ekki verið með tví­hliða skrán­ingu.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Sigurður Hreiðar Jónsson
Sig­urður Hreiðar Jóns­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK