Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE

Jakob Ásmunsson nýr framkvæmdastjóri DTE.
Jakob Ásmunsson nýr framkvæmdastjóri DTE. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið DTE hefur ráðið Jakob Ásmundsson sem nýjan framkvæmdarstjóra.

Jakob býr að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu og í umbreytingarstjórnun, mun móta og leiða stefnu DTE á næstu skrefum í vegferð fyrirtækisins að því markmiði að verða leiðandi samstarfsaðili álframleiðanda. Hann starfaði áður sem fjármálastjóri Travelshift.

DTE stefnir á nýja markaði og mun Jakob vera í lykilhlutverki í að leiða fyrirtækið í gegnum komandi vaxtarfasa. Jakob mun byggja á víðtækri reynslu sinni þegar kemur að fyrirtækjarekstri til að tryggja að DTE nái markmiðum um vöxt og markaðshlutdeild. Þekking hans á vöruþróun og tækni mun einnig vera mikilvægur þáttur í að tryggja að næsta kynslóð lausna DTE aðstoði álframleiðendur við að ná háleitum markmiðum sínum um kolefnishlutleysi og aukna endurvinnslu áls.

Jakob mun stýra daglegum rekstri og áframhaldandi vexti fyrirtækisins, en fráfarandi framkvæmdarstjóri og meðstofnandi DTE, Karl Ágúst Matthíasson, mun einbeita sér að viðskiptaþróun, þar sem hann mun sinna verkefnum tengdum fjármögnun, stefnumótandi samstarfi og stærri söluverkefnum. Þrátt fyrir að Karl stigi úr hlutverki framkvæmdarstjóra, verður þekking hans og tenglsanet innan iðnaðarins enn í lykilhlutverki í vaxtarfasa fyrirtækisins.

„Ráðning Jakobs gefur markmiðum DTE byr undir báða vængi og er stórt skref í vaxtarfasa DTE” segir Karl, “Það hefur verið mjög gefandi að vera hluti af leiðtogateymi DTE frá stofnun fyrirtækisins, og ég er stoltur af því að hafa komið fyrirtækinu á þennan stað, en ég er einnig mjög spenntur fyrir næstu skrefum og ég er handviss um að reynsla og þekking Jakobs þegar kemur að vexti og stjórnun fyrirtækja eigi eftir að reynast mjög mikilvæg í næstum skrefum á vegferð DTE og ég hlakka til samstarfsins með honum”

„Ég er spenntur að byrja nýtt ár með DTE,” segir Jakob, „Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri í iðnaðinum hingað til og það er mikill heiður að fá að koma inn á þessum vaxtartíma í fyrirtækið. Með því að fínstilla vöruvalið og sækja á nýja markaði, munum við tryggja að lausnir DTE verði ómissandi fyrir álframleiðendur, sem eru að takast á við mjög krefjandi verkefni. Ég hlakka til að vinna með því frábæra teymi sem er hér nú þegar og byggja á þeim sterku undirstöðum sem til staðar eru.”

Síðan DTE var stofnað árið 2013 hefur það verið í farabroddi í stafrænni umbreytingu í áliðnaðinum með það að mark­miði að gera hana bæði um­hverf­i­s­vænni og ör­ugg­ari, ásamt því að auka hag­kvæmni fram­leiðslunn­ar. Tækni DTE er byggð á skynj­ur­um sem greina efna­sam­setn­ingu fljót­andi málma með laser-lit­rófs­grein­ingu. Með því að bæta ferla, minnka sóun og auka yf­ir­sýn yfir fram­leiðslu­ferli frá upp­hafi til enda geta álfram­leiðend­ur nýtt auðlind­irn­ar sem til þarf við fram­leiðsluna mun bet­ur og lág­markað fram­leiðslu á vör­um sem stand­ast ekki fram­leiðslu­kröf­ur framleiðsluna öruggari, hagkvæmari og umhverfisvænni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK