Slakt þjónustustig stofnana

Minni fyrirtæki og einstaklingar ætla að halda annan fund á …
Minni fyrirtæki og einstaklingar ætla að halda annan fund á næstunni til þess að ræða um slaka opinbera þjónustu m.a. hjá Samgöngustofu. Morgunblaðið/Hari

Einstaklingar og minni fyrirtæki í siglingum og flugi héldu fund í ágúst síðastliðnum til að ræða þjónustu opinberra stofnana. Sigurður Þorsteinsson viðskiptafræðingur sem stóð að fundinum segir tildrög hans hafa verið þá nýlegan fund Samtaka atvinnulífsins um gullhúðun sem og það sem hann kallar slælega þjónustu opinberra stofnana við einstaklinga og minni fyrirtæki.

Sigurður segir í samtali við Morgunblaðið að til standi að halda annan fund á næstunni til þess að ræða þessi mál frekar og vonar að Innviðaráðherra láti sjá sig.

„Sögurnar sem voru sagðar á fundinum voru skelfilegar. Við ætlum að halda öflugan fund og bjóða innviðaráðherra og samgöngunefnd. Fundurinn verður liður í baráttu fyrir því að opinberar stofnanir hætti að beita einstaklinga og minni fyrirtæki ofríki,“ segir Sigurður.

Sigurður segir að á fundinum hafi einstaklingur deilt frá reynslu sinni af Samgöngustofu og skrifaði hann grein í Morgunblaðið 4. september síðastliðinn undir yfirskriftinni„Blýhúðun og slök þjónusta“.

„Á fundinum sagði flugmaður og eigandi einkaflugvélar frá því að Samgöngustofa hefði þá nýlega svipt hann tímabundið einkaflugmannsréttindum. Stofnunin rökstuddi sviptinguna með þar af lútandi EES-reglugerðum. Þegar hann skoðaði sjálfur téðar reglugerðir kom í ljós að ákvæðin sem hann átti að hafa brotið giltu um stórar þotur sem flytja fólk á milli landa, en ekki heimasmíðaðar einkaflugvélar sem hann hafði flogið,“ útskýrir Sigurður.

Hann segir fyrirtæki í siglingatengdri ferðaþjónustu fá slaka þjónustu hjá Samgöngustofu, þar sem þau geti ekki breytt skráningu áhafnar um helgar, þegar starfsmenn eru í helgarfríi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK