Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi

Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Samsett mynd

Eitt af þeim málum sem ný ríkisstjórn hefur boðað er sala á Íslandsbanka. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir stefnt að því að klára sölu bankans á yfirstandandi vorþingi.

Þá segir hann að byggt verði á grunni þeirrar vinnu sem Bjarni Benediktsson, fyrrum fjármálaráðherra, lét vinna í fjármálaráðuneytinu.

„Þetta þarf að fara fyrir þingið og fá þar þinglega meðferð, verði gegnsætt og hafið yfir allan vafa. Eins og þingstörfum er háttað verður þetta síðar í vor, vona ég,“ segir Daði.

Að sögn hans byggir salan á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin.

„Já við munum fara eftir því plani sem búið var að undirbyggja að mestu leyti. Við erum að vinna í málinu eins og er. Það er verið að móta það og ég mun kynna það ítarlega þegar þar að kemur. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál þannig að þetta mun fá ítarlega kynningu þegar það verður lagt fram,“ segir Daði.

Og voru allir samstíga um að selja bankann í þessari ríkisstjórn?

„Já.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK