Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn

Inga Sæland, leiðtogi Flokks fólksins og valdamaður í nýrri ríkisstjórn.
Inga Sæland, leiðtogi Flokks fólksins og valdamaður í nýrri ríkisstjórn. mbl.is/Eyþór

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans.

Það er á marg­an hátt sorg­legt að sjá nýja leiðtoga lands­ins lýsa því yfir í hverju mál­inu á fæt­ur öðru að engu sé hægt að breyta enda hafi allt verið ákveðið áður. Fjár­lög­in sem dæmi eru ein­fald­lega meitluð í stein, kerfið sjálft allt á sjálf­stýr­ingu og eng­inn hef­ur getu eða þor til að breyta neinu.

Inga Sæ­land og henn­ar eld­hús­flokk­ur geta sann­ar­lega ekk­ert gert. Þrátt fyr­ir að stæra sig af því að þau hafi og muni standa vörð um ákveðin mál­efni seg­ir Inga nú að ekk­ert sé hægt að gera, allt sé fyr­ir­framákveðið. Á heimasíðu flokks­ins lýs­ir hún því yfir að hún hafi staðið gegn söl­unni á Íslands­banka á sín­um tíma enda allt ein­hver skelfi­leg spill­ing að henn­ar sögn. Ekki nóg með það því í aðsendri grein til Morg­un­blaðsins í júní 2024 skrifaði Inga, í til­efni þess að selja átti hlut rík­is­ins í Íslands­banka: „Við erum löngu kom­in með upp í kok af því hvernig eign­um okk­ar er stolið um há­bjart­an dag.“

Inga lýs­ir því að eign­um al­menn­ings sé bein­lín­is stolið, vænt­an­lega þá af stjórn­mála­mönn­um sem ákveða veg­ferðina. Nú þegar hún sjálf lím­ir sam­an rík­is­stjórn­ina og hef­ur öll þau völd sem hún kær­ir sig um þá ger­ir hún ekk­ert. Hún treyst­ir bara fjár­málaráðherra til að vinna verkið, sem lýsti því ný­lega yfir að 42,5% hlut­ur Íslands­banka yrði seld­ur á þessu ári. Nú virðist þetta ekk­ert koma henni við. Hún er líka sjálf í ráðherra­stóli og henn­ar hag­ur trygg­ur. Af hverju að vera með vesen og ógna greiðslum til sín og vina sinna við eld­hús­borðið.

Ekk­ert er held­ur hægt að gera í launa­mál­um Alþing­is, ráðamenn lýsa því yfir að það sé allt sjálf­virkt. Tvö­fald­ar greiðslur til ráðamanna, hvaða flokki sem þeir eru í til hægri eða vinstri, það er ekk­ert hægt að gera. Laun­in koma bara sjálf­krafa öll­um að óvör­um.

Fjár­málaráðherra lýs­ir því síðan yfir glaðhlakka­leg­ur að hann geti ekki beðið eft­ir að fara í gegn­um list­ann sem hef­ur borist frá al­menn­ingi með til­lög­um að niður­skurði inn­an rík­is­ins. Hann er svo spennt­ur að hann ætl­ar að skipa nefnd til að fara yfir málið. Það eru ein­mitt þess­ar nefnd­ir sem hafa skilað svo mik­illi hagræðingu í gegn­um tíðina.

Ef Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra er al­vara og vill skrúfa fyr­ir þessa gegnd­ar­lausu eyðslu á al­manna­fé inn­an rík­is­ins þarf hún að byrja á því að skera niður þar sem stjórn­mála­menn­irnir sjálf­ir finna mest fyr­ir því. Það eru raun­veru­legu skila­boðin sem al­menn­ing­ur bíður eft­ir.

Best er að nota orð Ingu sjálfr­ar, áður en hún varð ráðherra, til að lýsa því hvernig al­menn­ing­ur lít­ur á stjórn­mála­menn­ina og þeirra hags­muna­gæslu: all­ir fyr­ir löngu komn­ir með upp í kok af því hvernig eign­um al­menn­ings er stolið um há­bjart­an dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK