Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki

Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku og stofnandi ARMA.
Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku og stofnandi ARMA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku og stofnandi ARMA Advisory, segir að þegar kemur að ríkisfjármálunum eigi það fyrst og fremst að vera forgangsmál að skattfé sé vel nýtt.

„Oft er rætt um að það séu átök milli hins opinbera og einkageirans en staðreyndin er sú að við erum á sama báti. Einkageirinn getur ekki verið til án opinbera geirans og opinberi geirinn getur ekki verið til án einkageirans. Óhagræði hjá ríkinu er verst fyrir starfsmenn hins opinbera,“ segir Marinó.

Hann segir að hvað varði hagræðingu í rekstri ríkisins sé augljóst hvað gera þurfi.

„Það vita allir hvað þarf að gera og það þarf engar tillögur til þess. Þetta er svipað og ef ég ætla að rækta kartöflur þá þarf að byrja á að stinga upp garðinn. Ef ég geri það ekki fæ ég slæma uppskeru sama hvað ég geri. Það sama gildir með hið opinbera. Það þarf að breyta umhverfinu þannig að starfsmannahald verði með svipuðu móti og hjá einkageiranum því kostnaður ríkisins er fyrst og fremst launakostnaður. Annars er ekki hægt að hagræða,“ segir Marinó og bætir við að mikilvægt sé að breyta löggjöfinni í kringum opinbera starfsmenn.

Myndi ekki óska óvini sínum að verða bankastjóri

Hann segir að einnig sé mikilvægt að einfalda regluverk á fjármálamarkaði.

„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að verða bankastjóri. Þrátt fyrir að starfið sé í eðli sínu áhugavert, bæði fjölbreytt og tækifæri til þess að kynnast hagkerfinu frá ýmsum hliðum, þá er regluverkið á fjármálamarkaði mjög flókið og strangar refsiheimildir ef mistök eru gerð. Ég lagði áherslu á að fylgja lögum og reglum en vegna flækjustigs þá hafði ég alltaf áhyggjur af hvernig það gengi. Þannig að það er gríðarleg áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki,“ segir Marinó.

„Það eru liðin rúm 15 ár frá hruninu 2008 en það er samt eins og við séum í sífellu að setja reglur til að hindra að hrunið 2008 muni eiga sér stað,“ segir Marinó.

Viðtalið í heild sinni má lesa í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK