Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu

Friðrik Larsen, lengst til vinstri, hefur náð árangri alþjóðlega með …
Friðrik Larsen, lengst til vinstri, hefur náð árangri alþjóðlega með mælingum á vörumerkjum orkufyrirtækja og valið bestu orkufyrirtæki heims.

Vörumerkja­stof­an Brandr hef­ur lokið við hluta­fjáraukn­ingu að jafn­v­irði 123 millj­óna ís­lenskra króna. Féð ætl­ar Brandr að nota til að auka sölu á alþjóðamörkuðum ann­ars veg­ar og hins veg­ar í hug­búnaðarþróun. Um er að ræða sölu á tæp­lega 9% hlut í fé­lag­inu.

Fyr­ir­tækið í heild er í viðskipt­un­um metið á rúma 1,3 millj­arða króna.

Í fjár­festa­kynn­ingu sem ViðskiptaMogg­inn hef­ur und­ir hönd­um er lögð fram spá um stöðuna á næsta ári eft­ir að hið nýja fjár­magn er komið inn í fé­lagið. Þá er gert ráð fyr­ir 74 millj­óna króna tekj­um en 117 millj­óna króna tapi vegna fjár­fest­inga í tengsl­um við upp­bygg­ingu. Einkum er þar um að ræða þróun hug­búnaðar ofan á aðferðafræði Brandr-vísi­taln­anna sem mæla styrk vörumerkja bæði inn­an og utan fyr­ir­tækja.

Meðal þeirra sem lagt hafa fé­lag­inu til fé eru, að sögn dr. Friðriks Lar­sen stofn­anda Brandr, eig­end­ur tveggja ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa, tveir banda­rísk­ir fjár­fest­ar, sem koma til með að hjálpa til við sókn inn á Banda­ríkja­markað, upp­lýs­inga­tækni­fólk, sem styður við þróun Brandr-lausn­ar­inn­ar yfir í SaaS (áskrift í ský­inu), írsk­ur fjár­fest­ir, sem veit­ir stuðning við markaðssókn til Írlands, og einn fær­eysk­ur aðili sem jafn­framt er umboðsmaður Brandr í land­inu.

„Niðurstaðan er fram­ar okk­ar von­um. Okk­ar bjart­sýn­asta spá gerði ráð fyr­ir að sækja 120 millj­ón­ir en við feng­um ríf­lega það,“ seg­ir Friðrik í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Rennt blint í sjó­inn

Hann seg­ist að vissu leyti hafa rennt blint í sjó­inn með hluta­fjárút­boðið. „Ég vissi hrein­lega ekki hvort þetta næðist, sér í lagi á tím­um sem þess­um þar sem það er erfitt fyr­ir frum­kvöðlafyr­ir­tæki að sækja fé. Þetta er mik­il vinna, en það kom á dag­inn að þetta fólk trú­ir á hug­mynda­fræði Brandr. Og þar sem bara var talað við fagaðila hafa þeir all­ar for­send­ur til að meta hversu væn­leg var­an er til að ná ár­angri á alþjóðamarkaði,“ seg­ir Friðrik. „Maður fær sjálf­ur aukna trú á verk­efn­inu þegar allt þetta góða fólk legg­ur því lið.“

Spurður að því hvort hann hafi lengi stefnt að því að sækja á er­lend­an markað með Brandr-vísi­töl­urn­ar seg­ir Friðrik að svo sé. „Þegar ég ákvað að fara í doktors­nám í þess­um fræðum sá ég að þörf­in var til staðar. Síðustu ár hef ég náð að skapa mér nafn í vörumerkja­fræðum í orku­geir­an­um og haldið CHAR­GE – Power­ing Energy Brand-ráðstefn­ur með góðum ár­angri, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Þar hef ég kynnst mörgu fólki. Í gegn­um alla þessa vinnu hef ég séð að fyr­ir­tæki nota al­mennt frek­ar ófull­kom­in mæli­tæki þegar kem­ur að mæl­ingu á styrk vörumerkja. Mér leið oft þannig þegar ég kynnt­ist lands­lag­inu er­lend­is að það væri eins og fólk væri að mæla rúm­mál af vatni í fötu með því að stinga reglu­stiku ofan í, sem gef­ur mjög tak­markaða mynd. Fólk er að verja tals­verðu fjár­magni í mæl­ing­ar en hef­ur ekki alltaf réttu mæli­tæk­in. Úr því vildi ég bæta.“

Til nán­ari út­skýr­ing­ar seg­ir Friðrik að lausn­in sé byggð á eBBI (energy brand­ing energy index) sem Brandr hef­ur selt til orku­fyr­ir­tækja síðan árið 2016. „Ég hef til dæm­is valið bestu orku­fyr­ir­tæki heims með aðferðafræðinni í ára­tug. „Eft­ir góðan gang á orku­markaði hef ég búið til al­menna út­gáfu og þróað vör­una mikið áfram. Við höf­um selt mikið hérna heima, eða til yfir 300 fyr­ir­tækja. Við erum líka búin að starfa á er­lend­um mörkuðum í um tvö ár.“

Friðrik seg­ir að það sé flókið að ná upp sölu á er­lend­um mörkuðum. „Okk­ar til­gáta er að ef við náum góðri fót­festu á Írlandi og klár­um hug­búnaðinn í ský­inu þá sé leiðin greið fyr­ir næstu fjár­fest­ing­ar­lotu.“

Í þeirri lotu er hug­mynd­in að safna fimm millj­ón­um evra, jafn­v­irði 730 millj­óna króna, fyr­ir 20% hlut í fé­lag­inu. Virði fyr­ir­tæk­is­ins eft­ir þá aukn­ingu er áætlað ríf­lega 3,6 millj­arðar króna.

„Maður vill ekki fara fram úr sér en hef­ur ít­rekað verið ráðlagt að huga að næsta útboði um leið og þessu er lokið. Ég er því strax far­inn að und­ir­búa næstu lotu. Ég hef ein­mitt hitt nokkra fjár­sterka banda­ríska aðila sem hafa sýnt mik­inn áhuga. En einnig er áhugi á Írlandi, Póllandi og víðar.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK