Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair

Flugvél Norlandair af gerðinni Beechcraft King Air 200.
Flugvél Norlandair af gerðinni Beechcraft King Air 200. mbl.is/Sigurður Bogi

Þreifingar eru í gangi á milli Norlandair og Mýflugs um að Norlandair festi kaup á flugskýli og einni flugvél frá Mýflugi. 

Þetta staðfesta þeir Leifur Hallgrímsson, stærsti eigandi Mýflugs, og Eiríkur Haukur Hauksson, stjórnarformaður Norlandair í samtali við mbl.is. 

„Það eru þreifingar í gangi. En þetta er ekki búið,“ segir Leifur. 

Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Beechcraft King Air og var áður nýtt í sjúkraflug þegar Mýflug sinnti því. 

Átta flugmenn á uppsagnarfresti 

Sagt var frá því í októberbyrjun að öllum þrettán flugmönnum Mýflugs hefði verið sagt upp. Að sögn Leifs eru átta flugmenn í starfi hjá fyrirtækinu sem stendur og eru þeir allir á uppsagnarfresti. 

Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs.
Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Mýflug er með samning um einn legg í innanlandsflugi og er hann frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Samningurinn við Vegagerðina var til þriggja ára og er framlengjanlegur um tvö ár í viðbót. 

Gekk ekki að bjarga rekstrinum 

Mýflug keypti flugfélagið Erni í upphafi árs 2023. Ekki gekk að snúa rekstrinum við og þrátt fyrir sölu á flugvél, söluaðstöðu og flugskýli í starfsemi Ernis þá dugði það ekki til og varð það úrskurðað gjaldþrota í október á síðasat ári. Er þrotabúið til meðferðar hjá skiptastjóra.  

Tóku við sjúkrafluginu 

Norlandair er með tvær tegundir í flugvélagaflotanum. Annars vegar þrjár Beechcraft King Air og hins vegar þrjár Twin Otter. Festi félagið kaup á einni Beechcraft vél vegna sjúkraflugsins en Norlandair bauð lægst í útboði í sjúkraflug á landsbyggðinni árið 2023. Tók félagið við þjónustunni af Mýflugi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK