Uppfærslan hafi mikla þýðingu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í nokk­urn tíma hef­ur verið rætt um hvenær Ísland fær­ist upp í flokk ný­markaðsríkja hjá vísi­tölu­fyr­ir­tæk­inu MSCI.

    Finn­bogi Rafn Jóns­son fram­kvæmda­stjóri viðskipta hjá Nas­daq Ice­land seg­ir í viðskipta­hluta Dag­mála að upp­færsl­an myndi hafa mikla þýðingu.

    „Við vinn­um hörðum hönd­um að því að það ger­ist í ná­inni framtíð. Markaður­inn er flokkaður í flokk ný­markaðsríkja hjá FTSE Rus­sell og þegar það gerðist sáum við aukið flæði er­lendra fjár­festa koma inn á markaðinn með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um,“ seg­ir Finn­bogi og bæt­ir við að verði markaður­inn færður upp um flokk hjá MSCI muni það hafa enn meiri áhrif.

    Finnbogi Rafn var gestur Magdalenu Torfadóttur í viðskiptahluta Dagmála.
    Finn­bogi Rafn var gest­ur Magda­lenu Torfa­dótt­ur í viðskipta­hluta Dag­mála. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

     „Það sem þarf til að svo verði er þrjú stór­fyr­ir­tæki á markaðinn. Það varð ákveðið bak­slag við að Mar­el er ekki leng­ur flokkað sem ís­lenskt fé­lag eft­ir samrun­ann við JBT þó það sé tví­skráð og einnig skráð á markaðinn hér heima. Það er hollt fyr­ir markaðinn að vísi­tölu­fyr­ir­tæk­in séu að meta hann og við vinn­um hörðum hönd­um að því að koma okk­ur upp stig­ann,“ seg­ir Finn­bogi.

    Þessi grein birt­ist
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Þessi grein birt­ist
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK