Harpa nýr framtakssjóður Kviku

Harpa er nýr framtakssjóður Kviku eignastýringar sem fjárfestir eingöngu í …
Harpa er nýr framtakssjóður Kviku eignastýringar sem fjárfestir eingöngu í Bretlandi. Árni Sæberg

Fjár­mögn­un Harpa Capital Partners II (HCPII) lauk á dög­un­um og tekið var við áskrift­um fyr­ir rúm­lega 30 millj­ón­ir breskra punda og mun það vera yfir efri mörk­um þess sem að var stefnt.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Kviku eign­a­stýr­ing­ar að alls voru rúm­lega 50 fjár­fest­ar í sjóðnum og þar á meðal er Kviku­banki. Sjóður­inn veit­ir ís­lensk­um fag­fjár­fest­um tæki­færi til að fjár­festa í spenn­andi fyr­ir­tækj­um í Bretlandi við hlið Kviku, auk reyndra breskra fjár­festa og rekstr­araðila. 

Stofn­un Hörpu bygg­ir á ár­angri Kviku í fram­taks­fjár­fest­ing­um í Bretlandi og hef­ur Kvika ásamt meðfjár­fest­um og sam­starfaðilum, tekið þátt í verk­efn­um þar sem lögð var áhersla á fjár­fest­ing­um í smærri fyr­ir­tækj­um með mikla vaxt­ar­mögu­leika og tæki­færi á góðri ávöxt­un. 

“Með stofn­un Hörpu sjóðsins nýt­um við reynslu Kviku af breska markaðnum og höld­um áfram að bjóða upp á áhuga­verða fjár­fest­ing­ar­kosti fyr­ir okk­ar viðskipta­vini. Við telj­um að hér séu spenn­andi tæki­færi til að styðja við og auka verðmæta­sköp­un í ört vax­andi fyr­ir­tækj­um sem búa yfir skýr­um vaxt­ar­horf­um. Við erum afar ánægð með hve mik­ill áhugi hef­ur verið á sjóðnum, enda hef­ur Kvika lengi unnið mark­visst að því að byggja upp virk tengsl við inn­lenda og er­lenda fjár­festa,” seg­ir Hann­es Frí­mann Hrólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Kviku eign­a­stýr­ing­ar í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK