Harpa nýr framtakssjóður Kviku

Harpa er nýr framtakssjóður Kviku eignastýringar sem fjárfestir eingöngu í …
Harpa er nýr framtakssjóður Kviku eignastýringar sem fjárfestir eingöngu í Bretlandi. Árni Sæberg

Fjármögnun Harpa Capital Partners II (HCPII) lauk á dögunum og tekið var við áskriftum fyrir rúmlega 30 milljónir breskra punda og mun það vera yfir efri mörkum þess sem að var stefnt.

Fram kemur í tilkynningu Kviku eignastýringar að alls voru rúmlega 50 fjárfestar í sjóðnum og þar á meðal er Kvikubanki. Sjóðurinn veitir íslenskum fagfjárfestum tækifæri til að fjárfesta í spennandi fyrirtækjum í Bretlandi við hlið Kviku, auk reyndra breskra fjárfesta og rekstraraðila. 

Stofnun Hörpu byggir á árangri Kviku í framtaksfjárfestingum í Bretlandi og hefur Kvika ásamt meðfjárfestum og samstarfaðilum, tekið þátt í verkefnum þar sem lögð var áhersla á fjárfestingum í smærri fyrirtækjum með mikla vaxtarmöguleika og tækifæri á góðri ávöxtun. 

“Með stofnun Hörpu sjóðsins nýtum við reynslu Kviku af breska markaðnum og höldum áfram að bjóða upp á áhugaverða fjárfestingarkosti fyrir okkar viðskiptavini. Við teljum að hér séu spennandi tækifæri til að styðja við og auka verðmætasköpun í ört vaxandi fyrirtækjum sem búa yfir skýrum vaxtarhorfum. Við erum afar ánægð með hve mikill áhugi hefur verið á sjóðnum, enda hefur Kvika lengi unnið markvisst að því að byggja upp virk tengsl við innlenda og erlenda fjárfesta,” segir Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK