Uppselt á fræðsluþing Steypustöðvarinnar

Jan Søndergaard Hansen, fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda Danmerkur, verður …
Jan Søndergaard Hansen, fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda Danmerkur, verður aðalfyrirlesari á fræðsluþingi Steypustöðvarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Fræðsluþing Steypustöðvarinnar verður haldið í fyrsta sinn á morgun 24. janúar á Grand hótel í Háteigssalnum frá kL. 9-13. 

Segir í tilkynningu Steypustöðvarinnar að búist sé við metþátttöku fagfólks og sérfræðinga og uppselt er á viðburðin.

Fræðsluþingið ber yfirskriftina „Forsteyptar einingar og framtíð byggingaiðnaðarins og munu sérfræðingar fræða gesti um kosti og áskoranir ásamt deila lausnum sem geti umbreytt íslenskum byggingageiranum. 

Þá mun hópur sérfræðinga í byggingariðnaði fjalla um hvernig hraðari byggingartími geti leyst aukna eftirspurn eftir húsnæði og hvernig megi hraða framkvæmdum á Íslandi svo meira jafnvægi skapist á húsnæðismarkaðinum með notkun forsteyptra eininga.  

Aðalfyrirlesari verður Jan Søndergaard Hansen, fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda Danmerkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK