Uppselt á fræðsluþing Steypustöðvarinnar

Jan Søndergaard Hansen, fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda Danmerkur, verður …
Jan Søndergaard Hansen, fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda Danmerkur, verður aðalfyrirlesari á fræðsluþingi Steypustöðvarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Fræðsluþing Steypu­stöðvar­inn­ar verður haldið í fyrsta sinn á morg­un 24. janú­ar á Grand hót­el í Há­teigs­saln­um frá kL. 9-13. 

Seg­ir í til­kynn­ingu Steypu­stöðvar­inn­ar að bú­ist sé við metþátt­töku fag­fólks og sér­fræðinga og upp­selt er á viðburðin.

Fræðsluþingið ber yf­ir­skrift­ina „For­steypt­ar ein­ing­ar og framtíð bygg­ingaiðnaðar­ins og munu sér­fræðing­ar fræða gesti um kosti og áskor­an­ir ásamt deila lausn­um sem geti umbreytt ís­lensk­um bygg­inga­geir­an­um. 

Þá mun hóp­ur sér­fræðinga í bygg­ing­ariðnaði fjalla um hvernig hraðari bygg­ing­ar­tími geti leyst aukna eft­ir­spurn eft­ir hús­næði og hvernig megi hraða fram­kvæmd­um á Íslandi svo meira jafn­vægi skap­ist á hús­næðismarkaðinum með notk­un for­steyptra ein­inga.  

Aðal­fyr­ir­les­ari verður Jan Sønd­erga­ard Han­sen, fyrr­um for­stjóri Unicon, stærsta steypu­fram­leiðanda Dan­merk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK