Bætist í eigendahóp KPMG og KPMG Law

F.v. Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Eva M. Kristjánsdóttir og Kristinn Jónsson.
F.v. Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Eva M. Kristjánsdóttir og Kristinn Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law.

Segir í tilkynningu KPMG að þau hafi öll starfað hjá fyrirtækinu um árabil. 

Eva M. Kristjánsdóttir kemur ný í eigendahóp KPMG. Hún mun leiða þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt áhætturáðgjöf. Eva er með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað á ráðgjafasviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum endurskoðun, úttektum og ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum. 

Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson bætist nýlega við eigendahóp KPMG og starfar á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hefur lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn hefur víðtæka reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum.

Kristinn Jónasson kemur nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann er lögmaður og hefur starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felst í virðisaukaskatti en í störfum sínum hefur hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK