Ríkið missir af hæfum umsækjendum

Allt of miklum tíma og peningum er eytt í umsóknarferlið …
Allt of miklum tíma og peningum er eytt í umsóknarferlið að sögn Hildar, sem hægt væri að nýta betur í önnur og meira uppbyggileg verkefni.

Hversu gagn­leg­ar eru op­in­ber­ar nafna­birt­ing­ar yfir um­sækj­end­ur um störf hjá hinu op­in­bera? Og hversu hjálp­legt er að ein­staka um­sækj­end­ur geti fengið send öll gögn um aðra um­sækj­end­ur?

Þess­um spurn­ing­um og fleir­um ætl­ar Hild­ur Ösp Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mannauðs hjá Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands, að svara á málþing­inu Ráðning­ar hjá rík­inu – tæki­færi og áskor­an­ir, sem fram fer í dag í Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins í Hlíðarsmára í Kópa­vogi.

Yf­ir­skrift er­ind­is Hild­ar er: Eru ráðning­ar hjá rík­inu sjálf­bær­ar og „bus­iness-wise“?

Að ráðstefn­unni stend­ur Mannauður, fé­lag mannauðsfólks hjá rík­inu, í sam­starfi við fag­hópa um ráðning­ar og mannauðsmál hjá rík­inu.

Ger­ist ít­rekað

Hild­ur seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið það ít­rekað ger­ast að fjöldi hæfra um­sækj­anda dragi um­sókn sína til baka þegar þeim er tjáð að listi um­sækj­anda verði birt­ur op­in­ber­lega, eða ef ein­hver um­sækj­enda ósk­ar eft­ir þess­um sama lista. „Þarna er ríkið reglu­lega að missa af hæf­um um­sækj­end­um. Marg­ar stofn­an­ir birta ekki þessa lista að eig­in frum­kvæði en ef ein­hver ósk­ar eft­ir birt­ingu verður stofn­un­in að verða við því.“

Sem dæmi nefn­ir Hild­ur starf sem þrjá­tíu sækja um. Einn þeirra biður um lista yfir alla um­sækj­end­ur. Þá ber starfs­fólki í mannauðsmá­l­um að verða við er­ind­inu, en að sögn Hild­ar er það al­menn vinnu­regla að til­kynna öll­um um­sækj­end­um um ósk­ina í tölvu­pósti. Þegar um­sækj­end­ur fá þann póst draga marg­ir um­sókn sína til baka. Þannig get­ur þessi ákveðni um­sækj­andi meðvitað eða ómeðvitað fækkað hæf­um um­sækj­end­um og þar með keppi­naut­um um starfið. „Dæmi er um að á ann­an tug um­sækj­anda hafi dregið um­sókn sína til baka út úr einu ráðning­ar­ferli,“ seg­ir Hild­ur.

Annað dæmi er að um­sækj­andi ósk­ar eft­ir öll­um gögn­um um alla hina um­sækj­end­urna eft­ir að búið er að ráða í starfið. Þá á viðkom­andi rétt á að fá þau gögn, fer­il­skrá, um­sagn­ir, og fleira. „Þarna þarf mannauðsfólkið að eyða gríðarleg­um tíma og vinnu, jafn­vel heilli vinnu­viku, í að afmá all­ar per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar úr gögn­un­um áður en hægt er að senda þau til viðkom­andi. Þarna er mikl­um tíma sóað sem hefði getað nýst bet­ur í mik­il­væg­ari og upp­byggi­legri verk­efni. Og hul­inn kostnaður er gríðarleg­ur.“ Hún seg­ir að marg­ir sæki um störf til að „kíkja aðeins í pakk­ann“, en sé ekki endi­lega full al­vara með um­sókn­inni. „Þetta fólk er því fljótt að hrökkva til baka þegar það frétt­ir að óskað hafi verið eft­ir op­in­berri nafna­birt­ingu, enda er það fólk oft þegar í góðum störf­um.“

Regl­um verði breytt

„Það er mjög mik­il­vægt að lög­um og regl­um verði breytt ef ríkið á að vera sam­keppn­is­hæft. Að mínu mati ætti að vera nóg að um­sækj­end­ur geti fengið gögn um sjálfa sig og þann sem var ráðinn, en ekki um alla um­sækj­end­ur, jafn­vel fólk sem aldrei komst í viðtal. Þetta er komið í al­gjört óefni og á hrein­ar villi­göt­ur. Fag­mennsk­an hjá op­in­ber­um aðilum við ráðning­ar er al­mennt mik­il og af henni má ekki gefa af­slátt, en þetta er ekki hjálp­legt. Við verðum að breyta vinnu­lag­inu, bæði hvað varðar birt­ingu upp­lýs­inga og úr­vinnslu­hraða, ef við eig­um að eiga ein­hverja mögu­leika á að ná í hæf­asta fólkið,“ seg­ir Hild­ur Ösp að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK