Friðrik Larsen stofnandi vörumerkjastofunnar Brandr átti nýverið fund með bandaríska fjárfestingasjóðnum BlackRock, þeim stærsta í heimi. Sjóðurinn vill að sögn Friðriks skoða hvernig hægt er að koma mælingum á vörumerkjum inn í verðmat fyrirtækja, og auðvelda þar með ákvarðanatöku í fjárfestingum.
Friðrik segir þetta einfaldlega hafa vantað við verðmat fyrirtækja auk þess sem almennt vanti upp á að láta vörumerkjavísa spá fyrir um þróun afkomutalna, hagnaðs, sem og annarra fjármálavísa. „Það er aldrei hægt að segja með vissu hvernig svona samtal þróast en ég er að fara að hitta BlackRock í annað skipti, sem er árangur í sjálfu sér,“ segir Friðrik í samtali við ViðskiptaMoggann.