Íslenskir fossar hafa prýtt byggingar í miðborg Kaupmannahafnar síðustu daga og hafa vakið mikla undrun og athygli vegfarenda.
Um er að ræða gjörning á vegum fatamerkisins 66°Norður en myndbönd af fossunum hafa jafnframt vakið athygli á samfélagsmiðlum þeirra, þar sem margir velta því fyrir sér hvort um gervigreind sé að ræða, svo er þó ekki.
Fossarnir í Kaupmannahöfn eru hluti af sýningu 66°Norður í Kaupmannahöfn þann 28. janúar næstkomandi. Sýningin ber heitið „99 ár – 867.815.464 klukkustundir“ en nafnið er táknrænt fyrir langa sögu fyrirtækisins.
Nálgun 66°Norður snýr að tímalausri hönnun og gæðum en fyrirtækið vill leggja áherslu á mikilvægi þess að neytendur velji gæði umfram magn, og séu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa.
Sýningin er opin öllum 28. janúar frá kl. 11-17 á Rådhuspladsen 37, 1785 Kaupmannahöfn en hluti sýningarinnar verður einnig sýndur á Íslandi síðar á árinu. Hægt er að kynna sé sýninguna betur hér.