Eyrir með 62 milljarða í JBT Marel

​Friðrik Jóhannsson stjórnarformaður Eyris Invest.
​Friðrik Jóhannsson stjórnarformaður Eyris Invest. Ljósmynd/Eyrir Invest heimasíða

Samkvæmt tilkynningu eru mikil tímamót hjá Eyri Invest og hluthöfum þess. Ástæðan sé farsæll samruni Marel og JBT.

Eyrir er nú einn stærsti hluthafi sameinaðs félags með 6,6% eignarhlut. Ítrekað er í tilkynningu að Eyrir sé nú skuldlaust félag og hafi gert upp við alla lánveitendur.

Eyrir var kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005 og í dag samanstendur hluthafahópur Eyris af fjársterkum einstaklingum og stofnanafjárfestum.

Um 90% af eignum félagsins eru hlutabréf í JBT Marel.

Í tilkynningu er haft eftir Friðrik Jóhannssyni, stjórnarformanni Eyris: „Þetta eru spennandi tímamót fyrir Eyri Invest, Marel og JBT. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessari einstöku vegferð sem hefur skilað þessari farsælu niðurstöðu og við hlökkum til að fylgjast með framtíð þessa öfluga félags.“

Miðað við virði félagsins á markaði nú sem er um 940 milljarðar þá er eignarhlutur Eyris metinn á um 62 milljarða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK