Um næstu helgi er haldin UT-messan í Hörpu. Um er að ræða ráðstefnu og sýningu fyrir fagfólk í tæknigeiranum.
Þar munu gestir geta fengið af sér mynd og henni breytt um leið með gervigreind.
,,Við ætlum að bjóða gestum að taka mynd af sér á UT-messunni þar sem hver og einn getur látið breyta sér í það sem þeim dreymir um hvort sem það er kúreki á víðáttumiklum sléttum Norður-Ameríku eða sem kappaksturshetju á Formúlubraut eða raunar hvað sem er. Við græjum draumamyndina fyrir alla með aðstoð gervigreindar," segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK.
Búist er við um tíu þúsund gestum á UT-messuna sem haldin verður í 15 skipti nú um helgina.