Bankakerfið með eina minnstu arðsemi í Evrópu

Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF.
Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska banka­kerfið hef­ur síðustu ár verið með eina minnstu arðsemi eig­in fjár í Evr­ópu. Þetta sýna töl­ur frá evr­ópska banka­eft­ir­lit­inu (EBA). Arðsemi eig­in fjár í evr­ópsk­um banka­kerf­um var góð 2023 og einnig í fyrra, eft­ir því sem fyr­ir ligg­ur um það ár. Arðsem­in hér á landi hef­ur einnig farið batn­andi en er engu að síður ein sú minnsta í álf­unni.

Heiðrún Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í fjár­málaþjón­ustu (SFF), seg­ir að töl­urn­ar sýni að af­kom­an hafi verið lak­ari en al­mennt viðgengst í banka­rekstri í Evr­ópu, eins og raun­in hafi verið und­an­far­in ár. Það hafi verið áskor­un fyr­ir bank­ana að skila ávöxt­un í sam­ræmi við það eigið fé sem bundið er í rekstr­in­um og þá áhættu sem fylg­ir rekstr­in­um.

„Heilt yfir má þó segja að af­koma ís­lensku bank­anna að und­an­förnu hafi verið viðun­andi og í takt við mark­mið eig­enda bank­anna sem eru að stærst­um hluta ís­lenska ríkið og líf­eyr­is­sjóðir. Það hef­ur verið vöxt­ur í út­lán­um til fyr­ir­tækja enda fjöl­mörg tæki­færi til fjár­fest­inga og upp­bygg­ing­ar at­vinnu­vega hér á landi. Staða heim­il­anna hef­ur reynst sterk­ari en marg­ir væntu á tíma hárra vaxta,“ seg­ir Heiðrún og bæt­ir við að það hafi verið já­kvæð tíðindi að vext­ir væru tekn­ir að lækka sam­hliða lægri verðbólgu en benda megi á að van­skil hafa verið minni en þau voru fyr­ir heims­far­ald­ur­inn í gegn­um allt há­vaxta­tíma­bilið.

Heim­ild: SFF

Starfs­um­hverfið verði sam­bæri­legt og í Evr­ópu

Heiðrún bend­ir á að þótt umræðan um af­komu bank­anna sé um margt skilj­an­leg í ljósi þess að um háar fjár­hæðir sé að ræða þurfi að horfa á það í sam­hengi við það hve mikið eigið fé sé bundið í rekstri banka lög­um sam­kvæmt.

„Eigið fé viðskipta­bank­anna þriggja er yfir 700 millj­arðar og þar af til­heyra yfir 500 millj­arðar rík­inu og líf­eyr­is­sjóðum í gegn­um eign­ar­hald þeirra. Arðgreiðslur bank­anna renna því að stærst­um hluta til rík­is­ins ann­ars veg­ar og líf­eyr­is­sjóðanna hins veg­ar.“

Lesa má grein­ina í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK