Eiginfjárkröfurnar mun strangari á Íslandi

Sigurður Viðarsson, framkvæmdastjóri Hili á Íslandi, var gestur í viðskiptahluta Dagmála þar sem hann ræddi um starfsemi Hili en einnig um fjármálamarkaðinn og tryggingamarkaðinn en Sigurður starfaði lengi vel sem forstjóri TM og um hríð sem aðstoðarforstjóri Kviku.

Spurður hvort hann telji að sameiningar fyrirtækja á fjármálamarkaði séu af hinu góða segir hann að það sé einfaldlega nauðsynlegt.

„Það er gríðarlega erfitt að reka þessar minni einingar. Auðvitað hefur Kviku gengið vel en Kvika hefur líka verið með mjög breitt vöruframboð og hefðbundin bankastarfsemi Kviku hefur verið agnarsmá í samanburði við hina bankana,“ segir Sigurður og bætir við að það yrði gríðarleg samlegð af því að sameina banka á fjármálamarkaði.

„Regluverkið á fjármálamarkaði kemur frá Evrópu en við gullhúðum mikið. Mér finnst stóra málið er varðar regluverkið á fjármálamarkaði vera eiginfjárkröfurnar, sem eru langtum strangari og hærri hér en nokkurs staðar í kringum okkur. Það bara kostar. Það er verið að setja bönkunum hér reglur þannig að þeir verði að vera með yfir 20% eiginfjárhlutfall. Það er bara hvergi þannig í löndunum í kringum okkur,“ segir Sigurður.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK