Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar

Magnúsi Harðarson forstjóri Kauphallarinnar og Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga.
Magnúsi Harðarson forstjóri Kauphallarinnar og Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga. Ljósmynd/Aðsend

Skagi hf. er nú formlega skráð sem nafn móðurfélags VÍS trygginga hf., Fossa fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf. Móðurfélag samstæðunnar hefur undanfarin misseri verið starfrækt undir nafni Vátryggingafélags Íslands hf. en fær nú nafnið Skagi í kjölfar þess að tryggingarekstur var færður í dótturfélag í upphafi árs. Þetta er lokahnykkur í þeirri vegferð að koma samstæðu Skaga í sitt framtíðarhorf. 

„Við höfum unnið markvisst að samþættingu starfsemi okkar með það að markmiði að skapa aukið virði fyrir viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga. „Skráning nafnsins er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Nafnið Skagi endurspeglar þá sameinuðu krafta sem við höfum byggt upp innan samstæðunnar og styrkir stöðu okkar á fjármála- og tryggingamarkaði.“

Áframhaldandi markviss vöxtur Fossa 

 Fossar fjárfestingarbanki hefur á undanförnum árum tekið markviss skref til að vaxa inn í hlutverk leiðandi og sérhæfðs fjárfestingarbanka á Íslandi.

 „Við höfum nú þegar séð mikinn tekjuvöxt í fjármálastarfsemi Skaga og á sama tíma höfum við náð fram verulegum hagræðingaráhrifum,“ bætir Haraldur við. „Við munum halda áfram að þróa þjónustu okkar með það að leiðarljósi að skapa sterkari og hagkvæmari samstæðu til framtíðar þar sem styrkleika er að finna innan rekstrareininga og með samvinnu þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK